Lundastofninn gerir það gott í ár

6.Ágúst'15 | 10:11

Lundastofninn á enn langt í land í Eyjum

Góð afkoma er í lundastofninum við Ísland þetta sumarið, einkum á Norður- og Austurlandi. Í Vestmannaeyjum er útlitið þó slæmt. Erpur Snær Hansen, líffræðingur, segir að það sé fullsnemmt að fullyrða að lundastofninn sé að rétta úr kútnum, en árið í ár virðist að minnsta kosti ætla að koma vel út.

„Í fyrsta lagi er Norðurlandið og Austurlandið að gera það mjög gott í fyrsta skipti. En stóru fréttirnar eru eiginlega Breiðafjörður og Faxaflói. Þar er varpið loksins að sýna einhvern lit sem virðist ætla að halda,“ segir Erpur.

Erpur er fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, en hann hefur farið í 12 eyjar í kringum landið, tvisvar á hverju sumri, til að telja lunda. Hann segir að síðustu ár hafi lundavarp misfarist mjög víða um land, en í ár séu talningar að koma betur út.

Kalda vorið spilar inn
„Þetta eru mestu breytingar sem við höfum séð frá því við fórum að skoða þetta á landsvísu árið 2010. En það er of snemmt að halda það að þetta geti verið eitthvað annað en bara eitt gott ár og svo kemur annað verra á eftir,“ segir Erpur.

„Ég held að þetta hafi nú eitthvað með þetta kalda vor að gera kannski,“ segir Erpur og tekur fram að fyrir vikið sé líklega meira um æti í sjónum.

Afleit staða í Eyjum
Hann tekur fram að það sé einkum Faxaflói og Breiðafjörður sem komi á óvart. Lundavarp á Norður- og Austurlandi byrjaði að rétta úr kútnum árið 2012. Hins vegar hefur staðan á Suðurlandi verið afleit og lundar í Vestmannaeyjum hafa varla komið upp ungum síðastliðin 12 ár.

„Suðurlandið virðist vera við svipaðan gír. Þó það sé kannski aðeins skárra en í fyrra, þá er það ekki að gera sig sko. Þetta er þrettánda árið í röð sem það er viðkomubrestur í Vestmannaeyjum og reyndar á öllu Suður- og Vesturlandi,“ segir Erpur.

Erpur hefur áður sagt að það sé óskynsamlegt að heimila lundaveiðar á Suðurlandi eins og staðan er á stofninum. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samt ákveðið að leyfa lundaveiði í Vestmannaeyjum þrjá daga þetta sumarið.

 

Ruv.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).