Fréttatilkynning:

Ágætu Eyjamenn

5.Ágúst'15 | 15:33

Hellisey

Nú er næststærstu hátíð ársins lokið og líða fer að þeirri stærstu, Lundaballinu sjálfu. Við og aðrir glöggir menn tókum auðvitað eftir því að brúnin var byrjuð að þyngjast á eðaleyjamönnum í Brekkunni þegar leið á kvöldin á Þjóðhátíð. 

Þá litu menn hins vegar til suðurs og við blasti Hellisey, drottningin sjálf, já og auðvitað Myllan.  Þá tók gleðin aftur völdin og lífið varð yndislegt, ja reyndar kvörtuðu nokkrir að Hofið hefði komið augnablik inn á sjónarsviðið og það hefði reynst nokkrum erfitt augnablik.

Undirbúningur fyrir Lundaballið er á fullu, skráning fer að hefjast og eins gott að bregast skjótt við þar sem allar líkur er að uppselt verði á ballið, enda sagan þannig að Helliseyjarlundaböll þykja skara framúr.  Dagsetningin er sem fyrr laugardagskvöldið 26. september. 

 

F.h. Helliseyjar,

Stængræmssynir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.