Jón Pétursson skrifar:

Ábyrg umræða

1.Ágúst'15 | 17:37

Það var einkennilegt að vakna á laugardagsmorgun og verða vitni af umræðu á rás 1 þar sem fjölmiðlafólk ræddi saman og kepptust við að rakka niður samfélagið í Eyjum. Að því virðist út frá því að „allt samfélagið“ þar væri á móti einhverjum grundvallarsjónarmiðum sem þetta fólk hefur og tengdist starfi þess.

Þetta grundvallarsjónarmið er að fjölmiðlar ættu rétt á að fá allar upplýsingar fljótt og vel til að þeir geti síðan flutt og haldið fólki upplýstu um það sem er að gerast í kringum það.

Þarna var auðvitað verið að tala um gjörðir lögreglustjórans í Eyjum þar sem hann áréttaði tilmæli til starfsmanna sem koma að gæslu og neyðarþjónustu á Þjóðhátíð virða þagnarskyldu sem þessir aðilar hafa. Hugsun lögreglustjórans í Eyjum með þessu er að vernda brotaþola á fyrstu stigum máls en ekki að leggja áherslu á þöggun. Þessi ákvörðun er víst á skjön við vilja og áherslur ákveðins hóps sem vinnur að því að útrýma þessu meini sem kynferðisbrot eru og vilja hafa sem opnustu umræðu um þau.
Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að birta nöfn og myndir af gerandum. Fjölmiðlamenn eru ósáttir því þeir telja á sér brotið við að fjalla um þessi mál á fyrstu stigum þeirra m.a. í forvarnarskyni.

Gott og vel, þarna eru aðilar sem allir hafa vilja til að takast á við þessi hræðilegu mál sem kynferðisbrotamál eru. Sjálfur hef ég reynslu af því að starfa við þessi mál sem sálfræðingur og koma að þeim á fyrstu stigum þeirra. Það er alltaf jafn erfið reynsla að mæta þolanda sem neyðist til að ganga í gegnum þessa hræðilegu staðreynd sem komið hefur upp. Þótt reynslan sé erfið þá er hún langt frá þeirri þolraun sem þolandi gengur í gegnum og verður hann alltaf að vera í forgangi.

En aftur að þessari umræðu í þættinum á rás 1. Þar fór fram umræða sem fékk mig til að hefja þessi skrif. Ég kom inn í miðjan þátt og heyrði strax að verið var að ræða um ákvörðun lögreglustjórans í Eyjum. Alltaf gott að heyra málefnalega umræðu en sú var ekki raunin þarna. Umræðan fór öll í að gagnrýna þessa „vitlausu“ ákvörðun lögreglustjórans því hún samræmdist ekki skoðunum þessa hóps. Ákvörðun lögreglustjórans í Eyjum hafði engan málsvara í þessari umræðu. Að vísu var vitnað í forsvarsmann áfallahóps Þjóðhátíðarnefndar sem er sálfræðingur og sérfræðingur í áfallavinnu. Hann studdi hugmyndir lögreglustjórans. Sjónarmið hans var fljótt skotin niður með þeim rökum að miklu fleiri væru á móti þessu og var sérstaklega vitnað í viðhorf Stígamóta. Þar með var ákvörðun lögreglustjórans sem einnig hefur mikla reynslu af þessum málum sem lögmaður afgreidd sem slæm og ófagleg.

En nú tók umræðan í þættinum óvænta stefnu. Einn þátttakandinn hélt því fram að ákvörðun lögreglustjórans hafi verið tekin út frá fjárhagslegum þrýstingi og að lögreglustjóri léti heilt sjúkt samfélag leiða sig út í þöggun á jafn hræðilegum málum og kynferðisbrotarmál eru. Slíkt væri einkennandi fyrir eyjasamfélög. Aðrir þátttakendur hóstuðu og stundu og fát kom á umræðuhópinn. Vá! Hvað er í gangi hugsaði ég. Haldið var áfram með þessa umræðu og tekin upp mál sem komið höfðu upp í Eyjum sem sönnun á að eyjasamfélög höfðu meiri umburðarlyndi fyrir slíkum brotum. Nei nú fór krauma í mér. Fyrst er heilt samfélag dæmt sem sjúkt og samþykkir jafn hræðileg mál og kynferðisafbrot eru og svo er lögreglustjóri dæmdur sem auðveldlega afvegaleiddur embættismaður með sömu geðveilu og aðrir í þessu samfélagi. Svo er ég að borga þessu fólki sem reka þessa stöð laun fyrir að fjalla svona sjúkt um þetta mál!!

Umræða þáttarins hélt áfram og nú var fjallað um að lögreglan í Reykjavík hafi hugsanlega tekið upp aðferðir Vestmannaeyinga (ath. Vestmannaeyínga en ekki lögreglustjórnas í Eyjum) varðandi upplýsingar um kynferðisafbrot. Að vísu fylgdi umfjölluninni að ekki væri stefnubreytingu lögreglunnar í Reykjavík að ræða. Skrýtið því ég veit að þetta eru ný vinnubrögð hér í Eyjum en engin stefnubreyting í Reykjavík. Hef sjaldan heyrt um fjölda kynferðisafbrotamála í Rekjavík í fjölmiðlum og hvað þá í tengslum við hátíðir sem þar eru haldnar. Hvað voru mörg kynferðisafbrot tilkynnt í Reykjavík í kringum Menningarnóttina á síðasta ári?

Hvað býr að baki svona umræðu hjá þessu fólki hugsaði ég. Er verið að gera samfélagið í Eyjum að einhverju fylgifiskum þöggunar og að það umberi kynferðisbrot?? Sem embættismaður sem ábyrgð hefur á þessum málum gagnvart börnum þá veit ég að við í Vestmannaeyjum höfum lagt okkur fram að taka á þeim málum af festu. Veit einnig að lögreglan í Eyjum og samfélagið umber á engan hátt kynferðisbrot og hefur brugðist við þeim af fullri ábyrgð og festu. Aumingja fjölmiðlafólkið veit ekkert hvað er að gerast í Eyjum og virðast ekki get fjallað um það af ábyrgð og sanngirni.

Enn var umræðan í þættinum komin á skrítið plan. Nú er vitnað í að í Bretlandi hafi einu sinni verið haldin útihátíð þar sem eitt kynferðisafbrot kom upp og fjölmiðlar fengu að fjalla um. Afleiðingin varð sú að aldrei var haldin aftur útihátíð á þessum stað. Já? Hvert er þetta ágæta fólk að fara nú? Á að leggja niður allar útihátíðir þar sem kynferðisbrotamál koma upp. Líka í Reykjavík? Á kannski að leggja niður alla skemmtistaði sem hægt er að tengja við slík mál?

Hvað er verið að fara með þessari umræðu hjá þessu blessaða fjölmiðlafólki sem vill stýra opinni umræðu og upplýstri. Akureyringurinn í þessum umræðuhópi á rás 1 og dæmdi heilt samfélag í Eyjum vill kannski leggja niður Þjóðhátíð til að fleiri komi til Akureyrar yfir þessa helgi. Nei, auðvitað hugsar hann ekki þannig. Það gera bara Vestmannaeyingar og peningaöflin þar eins og hann heldur fram. Það skildi þó aldrei vera að það séu önnur peningaöfl sem stýra þessari umræðu?

Nei, ekki svona hugsun! Þjóðhátíð er fyrir okkur fólkinu í Eyjum fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið í fjölda ára. Okkur er annt um hátíðina og orðspor hennar. Okkur Eyjamönnum er ekki sama um kynferðisafbrot og umberum þau á engan máta frekar en aðrir. Það er einlæg ósk Eyjamanna að hátíðin verði laus við kynferðisafbrot en ef upp koma slík mál þá er okkur annt um þolandur og viljum vernda þá og um leið hjálpa. Fyrir ykkur sem fjallið um þessi mál og er annt um að finna lausn og leiðir til að útrýma þessu meini þá bið ég ykkur um að vanda umræðuna og láta ekki eigin hagsmuni ráða algjörlega förinni.

 

Jón Pétursson.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).