Lögreglustjórinn vill ekki að fjölmiðlar fái að vita um kynferðisbrot á þjóðhátíð

30.Júlí'15 | 17:02

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent út bréf til allra viðbragðsaðila sem tengjast þjóðhátíð í Eyjum og brýnt fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um kynferðisbrot sem upp koma á þjóðhátíð um helgina. Vísir greinir frá þessu og birtir bréfið sem Páley sendi.

Ég legg því til að allir viðbragðsaðilar, allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningsmenn og allir þeir sem koma að þessum brotum og fá upplýsingar starfa sinna vegna gefi engar upplýsingar um þessi mál. Með engum upplýsingum á ég við að hvorki verði gefið upp hvort að það hafi komið upp brot eða ekki. Besta svarið hvað ykkur varðar er „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“,“ skrifar Páley.
 

Hún segir að þessir aðilar geti vísað á lögreglu ef þeir eru spurðir, en segir svo jafnframt í bréfinu að hún hafi tekið ákvörðun í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan muni ekki veita fjölmiðlum upplýsingar um kynferðisbrot um helgina.

Í bréfinu segir líka að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot. Það sé afar þungbært fyrir „aðila kynferðisbrots“ að mál þeirra séu í fjölmiðlum á sama tíma og verið sé að takast á við brot, byrja kæruferli og slíkt. „Eins og ítrekað hefur komið fram í umræðunni eykur það vanlíðan aðila og fjölskyldna þeirra að mál þeirra, jafn viðkvæm og þau eru, komi til opinberrar umræðu.“

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.