Furða sig á mál­flutn­ingi lög­reglu­stjóra

30.Júlí'15 | 17:13

Stjórn­ir Blaðamanna­fé­lags Íslands og Fé­lags frétta­manna lýsa yfir furðu sinni á mál­flutn­ingi lög­reglu­stjór­ans í Vest­manna­eyj­um og þeim sjón­ar­miðum sem liggja hon­um til grund­vall­ar varðandi frétta­flutn­ing af kyn­ferðis­brota­mál­um sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð.

Sú til­raun til þögg­un­ar sem þar er lögð til er al­ger­lega úr takt við þau meg­in­sjón­ar­mið um upp­lýsta og opna umræðu sem lýðræðis­sam­fé­lög hljóta að styðjast við vilji þau standa und­ir nafni. Það er skylda fjöl­miðla að segja frá of­beld­is­glæp­um og það þjón­ar hags­mun­um engra nema of­beld­is­mann­anna að þegja um þá. Um það þekkj­um við því miður alltof mörg dæmi frá liðnum ára­tug­um.

Það er eng­in betri aðferð til að fyr­ir­byggja og lág­marka of­beldi held­ur en að tala um það af hrein­skilni. Hvernig eig­um við með öðrum hætti að tak­ast á við for­dóma og rang­hug­mynd­ir og fyr­ir­byggja gróu­sög­ur af öllu tagi? Stjórn­ir BÍ og FF hvetja lög­reglu og aðra viðbragðsaðila til þess að ræða þau of­beld­is­brot, kyn­ferðis­brot jafnt sem önn­ur, sem upp kunna að koma á þjóðhátíð með op­in­ská­um hætti með hags­muni al­menn­ings að leiðarljósi.   Það er bein­lín­is sam­fé­lags­leg og lýðræðis­leg skylda þeirra að greina skil­merki­lega frá því sem ger­ist og frétt­næmt þykir á þjóðhátíð í þágu þeirra sem sækja hátíðina heim og heima­manna í Vest­manna­eyj­um, segir í ályktun frá félögunum.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.