Fréttatilkynning:

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2015 komið út

29.Júlí'15 | 11:56

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2015 er komið út, en útgáfa blaðsins er löngu orðið að föstum lið í aðdraganda Þjóðhátíðar. Skapti Örn Ólafsson er ritstjóri blaðsins í ár líkt og undanfarin ár og segir hann blaðið að venju sé stútfullt af efni tengdu Þjóðhátíð og Vestmannaeyjum.

Fjölbreytt efni og mikið af ljósmyndum

Blaðið er 76 síður að stærð og hefur verið vandað til verka hvað varðar efnistök, ljósmyndir og útlit. „Meðal efnis er spurningakeppni um Þjóðhátíð þar sem nokkrir valinkunnir Eyjamenn eru spurðir spjörunum úr, þá eru krossgáta helguð þjóðhátíðarlögunum í blaðinu ásamt sérstakri barnakrossgátu. Eyjapeyjarnir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson og þjóðhátíðarljósmyndarinn Addi í London eru í skemmtilegum viðtölum ásamt því að Helga Steffensen, stjórnandi Brúðubílsins, fer yfir ferilinn,“ segir Skapti Örn og bætir við að í blaðinu séu fjölmargar ljósmyndum frá Adda í London frá fyrri hátíðum.

Í blaðinu er einnig hefðbundið efni eins og hátíðarræða Þjóðhátíðar 2014, sem flutt var af Martin Eyjólfssyni, sendiherra, grein frá Írisi Róbertsdóttur, formanni ÍBV – Íþróttafélags, dagskrá hátíðarinnar í ár og texti og gítargrip á Þjóðhátíðarlaginu í ár – Haltu í höndina á mér.

 

Tryggðu þér eintak!

Í vikunni ganga sölubörn í hús og þá er hægt að kaupa Þjóðhátíðarblaðið í helstu verslunum og sjoppum í Eyjum. Verð er á blaðinu er 1.500 kr.

 

Útgefandi Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja 2015 er ÍBV – Íþróttafélag.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.