Samgöngustofa:

Fylgjast með flugi um helgina

28.Júlí'15 | 08:30

Samgöngustofa mun í samvinnu við lögregluna um allt land fylgjast sérstaklega með flugi um komandi verslunarmannahelgi sem er mesta ferðahelgi landsmanna hvort heldur er á láði eða á lofti. 

Eftirlitið kemur til af því að nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að flugmenn án flugrekstrarleyfis hafi tekið að sér farþegaflug um þetta leyti árs þegar mest r að gera í flutningi fólks á milli landshluta. Uppgrip af því tagi er ólögleg, enda þarf sérstakt leyfi Samgöngustofu til farþegaflugs - og er lögregla látin hafa afskipti af málum sem þykja grunsamleg í þessu efni.

Að sögn Einars Magnúss Magnússonar upplýsingafulltrúa Samgöngustofu verður þetta eftirlit hert sérstaklega nú um helgina, en hann segir að einna helst hafi borið á ólöglegu farþegaflugi á milli lands og Vestmaannaeyja á undanförnum Verslunarmannahelgum, en þangað streymir iðulega á annan tug þúsunda gesta til að njóta mannlífs og menningar í Herjólfsdal.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.