Fé­lag­inu ekki til sóma

28.Júlí'15 | 13:33
TM_ORKA_2015

Mynd/​Sigrún Jóna Hauks­dótt­ir

Mynd af bik­ur­um sem veitt­ir voru sem verðlaun til 6. flokks drengja á Orku­mót­inu í Vest­manna­eyj­um og til 5. flokks kvenna á TM móti í Vest­manna­eyj­um hef­ur farið sem eld­ur í sinu um Face­book í dag. Fram­kvæmda­stjóri ÍBV seg­ir úr­bæt­ur verða gerðar á næsta ári.

Marg­ir hafa furðað sig á stærðarmun­in­um á bik­ur­un­um en bik­ar­inn sem dreng­irn­ir hlutu er tölu­vert stærri en bik­ar­inn sem stúlk­urn­ar hlutu. Sigrún Jóna Hauks­dsótt­ir sem birti mynd­ina seg­ir hana út­skýra sig sjálfa. „Þetta er mjög mynd­rænt. Ég hefði getað reynt að lýsa þessu í orðum en mynd­in seg­ir allt sem segja þarf.“

„Það eru ekki kyn­bundn­ar ástæður fyr­ir þess­um mun á bik­ur­un­um. Það er ein­fald­lega þannig að það er ekki sama fólkið sem sér um bæði mót­in. Við hins veg­ar ákváðum strax eft­ir Orku­mótið að gera brag­ar­bót á þessu á næsta ári því við vilj­um hafa sam­ræmi milli móta því svona er fé­lag­inu ekki til sóma og ekki í boði árið 2015,“ seg­ir Dóra Björk Gunn­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri ÍBV.

Mbl.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%