Enn tekist á um opnunartíma leikskóla

27.Júlí'15 | 05:12

Bæði minni og meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar vegna opnunartíma leikskólanna. Auður Ósk Vilhjálmsdóttir sem sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund sem bæjarfulltrúi reið á vaðið og lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd E-listans:

Ég vil fagna því að ráðið hefur lengt opnunartímann um heilt korter en hins vegar finnst mér það ekki ásættanlegt af hálfu bæjarins að bjóða ekki upp á vistun lengdur til hálf fimm. Almennur vinnutími er ýmist 8-4 eða 9-5 og því þykir mér það nauðsynlegt að Vestmannaeybær bjóði upp á vistun í hið minnsta til kl. 5. Það þarf að sýna aðhald í öllum rekstri og skilur maður þegar verið er að hagræða.

Hins vegar tel ég að þetta er þjónusta sem sveitarfélagið verður að bjóða upp á þar sem þeir foreldrar sem eru með vinnutíma til 5 hafa ekki annað í boði en að hafa börn sín í vistun á meðan vinnu þeirra stendur. það væri best á kosið að báðir leikskólarnir byðu uppá sama vistunartíma, en á meðan nýting vistunar er til 5 er ekki meiri er það skiljanlegt að erfitt er að bjóða upp á hana á báðum skólum. Til að gæta að hagræðingu í rekstri væri þá hægt að láta annan leikskólann bjóða upp á lengri vistunartíma. þessi leið hefur verið farin í mörgum öðrum sveitarfélögum og hægt væri að koma þannig til móts við þær fjölskyldur sem eru með vinnutíma til 5.

Við þurfum að gæta þess að horfa til framtíðar. Fjölskyldufólk, sem og ungt fólk sem er að byrja að stofna fjölskyldu hefur verið að flytja til eyja á síðustu árum. Það er þróun sem við viljum sjá í auknum mæli. Við vitum um þá neikvæðu þróun sem hefur orðið í fæðingarþjónustunni vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, sem er á höndum ríksins en ekki sveitarfélagsins. En ef við setjum það á vogarskálarnar ásamt skortinum á daggæslu í heimahúsum sem hefur verið mikið vandamál fyrir foreldra sem og að niðurgreiðsla með börnum hjá dagforeldrum hefst ekki fyrr en um 12 mánaða aldur hér í eyjum, ólíkt mörgum öðrum sveitarfélögum, þá fara ókostirnir að vega ansi þungt hjá þeim sem eru að íhuga búferlaflutninga til eyja. Því við megum heldur ekki gleyma að við sem sveitarfélag erum líka í samkeppni þegar kemur að því að laða ungt fólk til Vestmannaeyja og þurfum við að haga rekstri og þjónustustigi samkvæmt því.

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir
Stefán Óskar Jónasson
 

Bókun D lista:

Meirihluti Sjálfstæðismanna bendir á að þetta umrædda mál hefur verið til ítarlegrar skoðunar hjá fræðsluráði.
Fulltrúum E-lista má það ljóst vera að fullyrðingar í bókun þeirra er ekki í samræmi við þær staðreyndir sem lagðar hafa verið fram af embættismönnum Vestmannaeyjabæjar.

Meðal þess sem fram hefur komið er að úttekt á 18 sveitarfélögum leiddi í ljós að algengast er að opnunartími leikskóla sé frá 07.45 til 16.15, hér í Vestmannaeyjum verður opnunartími 07.30 til 16.30 sem sagt umtalsvert meiri en almennt gengur og gerist.
Hér í Vestmannaeyjum eru nú 4 börn af um 230 sem nýtt hafa þurft lengri opnunartíma en nú verður í boði og er það mat skólastjórnenda að slíkt sé vart verjandi.

Að öðru leyti er vísað til þeirrar vönduðu umræðu sem átt hefur sér stað í ráðinu.

Trausti Hjaltason
Birna Þórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Elliði Vignisson


Liðurinn úr fundargerð ráðsins var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.