Bæjarfulltrúar D-lista:

,,Héldu að þetta mál gæti ekki orðið öllu skrýtnara"

- Enn tekist á um Fiskiðjuframkvæmdir

25.Júlí'15 | 00:46

Við sögðum frá því í vikunni að fulltrúi Eyjalistans í framkvæmda- og hafnarráði hafi bókað að hann teldi rétt að fresta fyrirhuguðum úrbótum á Fiskiðjunni og lagði hann til að þetta fjármagn yrði frekar nýtt til þess að hefja stækkun á Hraunbúðum. Þetta var til umræðu hjá bæjarstjórn þar sem minni og meirihluti bókuðu á víxl um málið.

Við umræðu um lið 4 vitnaði E listinn í bókun Georgs Eiðs Arnarssonar í málinu frá fundi framkvæmda og hafnarráðs nr. 181 frá 15. júlí s.l.

 

Bókun D lista:
Enn og aftur eru bæjarfulltrúar meirihlutans í þeirri undarlegu stöðu að útskýra fyrir bæjarfulltrúum E-lista að rekstur heilbrigðisþjónustu við aldraða eru á ábyrgð ríkisins. Það að setja fjármagn í stækkun á Hraunbúðum án þess að fyrir liggi vilji ríkisins til að reka þar þjónustu er algerlega ábyrgðarlaust af E-lista og ber fyrst og fremst merki um lýðskrum.

Meirihluti Sjálfstæðismanna vill einnig benda á að nú mjög svo nýverið skrifaði Stefán Óskar Jónasson oddviti E-lista undir viljayfirlýsingu þess efnis að afhenta Þekkingarsetrinu 2. hæð Fiskiðjunnar sem næst því að hún sé tilbúin undir tréverk. Það vekur því vægast sagt undrun að nú vilji hann rífa húsið. Ljóst má vera að það verður erfitt fyrir Þekkingarsetrið að vera með starfsemi á annarri hæð í húsi sem búið verður að rífa.

Að lokum ítrekar meirihluti Sjálfstæðismanna að uppbygging á þjónustu við aldraða er meðal forgangsmála í rekstri Vestmannaeyjabæjar. Í því samhengi þarf að horfa til bættrar aðstöðu fyrir félag eldriborgara sem nú er vel á veg komin. Þá eru fyrirhugaðar miklar endurbætur á húsnæði Hraunbúða og þá sérstaklega því sem snýr að dagþjónustu við aldraða og aðstöðu fyrir fólk með heilabilun. Þá þarf að bæta verulega við þá aðstöðu sem fólgin er í þjónustuíbúðum fyrir aldraða.

Fjölgun hjúkrunarrýma eða það sem E-listi kallar “stækkun Hraunbúða” verður þó ætíð að vera unnin í samstarfi við ríkið sem er ábyrgt fyrir heilbrigðisþjónustu við aldraða.

Trausti Hjaltason
Birna Þórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Elliði Vignisson

 

Bókun E lista:
Það sem kemur fram í bókun D-listans að Stefán Óskar Jónasson hafi viljað rífa húsið er ekki rétt. Þær framkvæmdir sem á að fara í við Fiskiðjuna er að okkar mati ekki réttar. Ekki hefur verið staðfest nein starfsemi í húsinu þótt viljayfirlýsing hafi verið undirrituð og óljóst þykir hvernig eigi að nýta restina af húsinu.


Auður Ósk Vilhjálmsdóttir
Stefán Óskar Jónasson


Bókun D lista:
Einmitt þegar bæjarfulltrúar D-lista héldu að þetta mál gæti ekki orðið öllu skrýtnara kemur í ljós að E-listi vill hvorki rífa húsið né laga það. Við svo búið ítreka bæjarfulltrúar meirihlutans að einlægur vilji þeirra er að fara eftir áliti skipulagsráðgjafa sem bent hafa á mikilvægi þess umrædda húss í skipulagi miðbæjar Vestmannaeyja. Í dag er húsið til mikilla vansa og brýnt að bragabót verði á gerð.

Trausti Hjaltason
Birna Þórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Elliði Vignisson


Liður 4 var samþykktur með fimm atkvæðum, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Stefán Óskar Jónasson greiddu atkvæði á móti.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.