Forsölu á Þjóðhátíð lýkur á miðnætti

23.Júlí'15 | 11:35

Forsölu á Þjóðhátíð lýkur á miðnætti í kvöld. Hörður Orri Grettisson, sem sæti á í Þjóðhátíðarnefnd, segir að verð á hátíðina muni hækka úr 18.900 krónum í 22.900 krónur eftir miðnætti.

Hörður Orri segir að miðasalan hafi gengið mjög vel. „Það styttist í að verði uppselt í Herjólf til Eyja á föstudeginum, en töluvert er eftir af miðum til Eyja á fimmtudeginum.“

Hann segir Eyjamenn spennta og að mikill hugur sé í mönnum. „Það er góð stemning og vísbendingar um að veðrið verði okkur hliðhollt. Undirbúningur er í fullum gangi og mannvirkin að komast upp hvert af öðru. Það hefur gengið mjög vel, enda mannskapurinn vel sjóaður.“

Óhætt er að fullyrða að dagskráin hafi sjaldan verið jafn góð. Bubbi & Dimma, FM Belfast, AmabAdamA, Páll Óskar, Friðrik Dór, Ný Dönsk, Sálin hans Jóns míns, Júníus Meyvant, Land & Synir, Sóldögg, Maus, Jón Jónsson, Ingó & Veðurguðirnir, Buff ásamt Ágústu Evu, Páli Óskari, Eyþór Inga og Sverri Bergmann og FM95Blö koma fram á hátíðinni sem venju samkvæmt verður sett á föstudeginum. Kvöldið á undan er svo hið sívinsæla húkkaraball.

 

Vísir greindi frá.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.