Daggæslumálin komin í betra horf

- Betur má ef duga skal

22.Júlí'15 | 11:08

Biðlistinn styttist með tilkomu nýrra dagforeldra.

Staða daggæslumála hefur breyst mjög til hins betra með tilkomu tveggja nýrra daggæsluforeldra. Börnum, sem bíða eftir plássi hjá dagforeldrum, mun því fækka verulega. Þetta segir í bókun fræðsluráðs um batnandi stöðu daggæslumála

Samtals eru nú 15 börn, fædd 2014, á biðlista eftir daggæslu í vetur. 8 af börnunum á biðlistum dagforeldra fá inni hjá þeim í ágúst. Því þarf að leita leiða til að koma til móts við hópinn sem eftir stendur.

Fræðsluráð felur framkvæmdastjóra að leita leiða til að fjölga enn daggæslurýmum með því að auglýsa áfram eftir fleiri dagforeldrum og framlengja tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd, til að mæta uppsafnaðri þörf fyrir slíkt úrræði, svo fremi sem samþykki fyrir fjárveitingu fáist hjá bæjarráði og bæjarstjórn, segir ennfremur í bókun ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%