Ásmundur að taka við ÍBV

22.Júlí'15 | 16:06
asmundur-Arnarsson-652x402

Mynd: 433.is

ÍBV hefur boðað til blaðamannafundar í Vestmannaeyjum klukkan 16.30 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingu á þjálfaramálum ÍBV. Ásmundur Arnarsson verður tilkynntur þar sem næsti þjálfari ÍBV.

Það er Vísir.is sem greinir frá þessu. Ásmundur tekur við starfinu af Jóhannesi Þór Harðarsyni sem hefur verið frá vegna veikinda í fjölskyldu hans og lætur nú af störfum.

Ingi Sigurðsson hefur stýrt þremur leikjum í fjarveru Jóhannesar og unnið þá alla - tvo í deildinni og einn í bikarnum. Markatalan í þeim leikjum er 10-0.

Ásmundur var þjálfari Fylkis en var sagt upp störfum eftir 4-0 tap gegn ÍBV í bikarkeppninni. Hermann Hreiðarsson var ráðinn í hans stað.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.