Engin „flottræfilshöll“
21.Júlí'15 | 19:14Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist vera tilbúinn til þess að fara yfir rökin fyrir staðsetningu nýrra höfuðstöðva við Hörpu í Reykjavík. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur falið Elliða Vignissyni, bæjarstjóra að óska eftir óháðu mati á því hvaða staðsetning sé hagkvæmust fyrir höfuðstöðvarnar.
Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við Steinþór Pálsson.
Aðspurður hvort það myndi hafa einhver áhrif ef matsskýrsla myndi sýna fram á að önnur staðsetning væri hagkvæmari segir Steinþór að það sé seinni tíma mál að fjalla um. „Það hefur ekki verið haldinn hluthafafundur og við verðum að sjá til hvernig þetta æxlast. Það var vandað til verka eftir margra ára athugun. Niðurstaðan liggur fyrir, en ef hluthafar vilja taka þetta upp og ræða verður að sjá til hvernig fer,“ segir Steinþór sem vildi ekki gefa upp hvort ákvörðunin yrði mögulega endurskoðuð.
Í bókun bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem fjallað var um höfuðstöðvarnar í dag segir að varast beri að senda þau skilaboð að óráðssía, glæframennska og flottræfilsháttur verði látin viðgangast.
Steinþór segir ekki standa til að byggja neina „flottræfilshöll“. „Við erum frekar að fara úr flottræfilshætti með því að fara úr stóru húsnæði og spara þannig 700 milljónir á ári. Með því að spara 700 milljónir á ári munum við auka bæði hag hluthafa og viðskiptavina,“ segir hann.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.