Eng­in „flott­ræf­ils­höll“

21.Júlí'15 | 19:14

Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, seg­ist vera til­bú­inn til þess að fara yfir rök­in fyr­ir staðsetn­ingu nýrra höfuðstöðva við Hörpu í Reykja­vík. Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja hef­ur falið Elliða Vign­is­syni, bæj­ar­stjóra að óska eft­ir óháðu mati á því hvaða staðsetn­ing sé hag­kvæm­ust fyr­ir höfuðstöðvarn­ar.

Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við Steinþór Pálsson. 

Aðspurður hvort það myndi hafa ein­hver áhrif ef mats­skýrsla myndi sýna fram á að önn­ur staðsetn­ing væri hag­kvæm­ari seg­ir Steinþór að það sé seinni tíma mál að fjalla um. „Það hef­ur ekki verið hald­inn hlut­hafa­fund­ur og við verðum að sjá til hvernig þetta æxl­ast. Það var vandað til verka eft­ir margra ára at­hug­un. Niðurstaðan ligg­ur fyr­ir, en ef hlut­haf­ar vilja taka þetta upp og ræða verður að sjá til hvernig fer,“ seg­ir Steinþór sem vildi ekki gefa upp hvort ákvörðunin yrði mögu­lega end­ur­skoðuð.

Í bók­un bæj­ar­ráðs Vest­manna­eyja þar sem fjallað var um höfuðstöðvarn­ar í dag seg­ir að var­ast beri að senda þau skila­boð að óráðssía, glæframennska og flott­ræf­ils­hátt­ur verði lát­in viðgang­ast.

Steinþór seg­ir ekki standa til að byggja neina „flott­ræf­ils­höll“. „Við erum frek­ar að fara úr flott­ræf­ils­hætti með því að fara úr stóru hús­næði og spara þannig 700 millj­ón­ir á ári. Með því að spara 700 millj­ón­ir á ári mun­um við auka bæði hag hlut­hafa og viðskipta­vina,“ seg­ir hann.

 

Nánara viðtal við Steinþór má lesa hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.