Þétt bókað sumar

20.Júlí'15 | 06:41

Vestmannaeyingurinn Unnar Gísli Sigurmundsson stimplaði sig rækilega inn á íslenska tónlistarlandakortið þegar hann gaf út smáskífuna "Color Decay" vorið 2014. Unnar Gísla þekkja margir landsmenn undir listamannsnafninu Júníus Meyvant.

Nú hefur Júníus Meyvant lokið við vinnslu sinnar fyrstu þröngskífu og kallast hún einfaldlega EP. Þröngskífuna vann hann víða með upptökumönnunum Magnúsi Øder Kristinssyni og Finni Hákonarsyni. Auk "Color Decay" inniheldur EP þrjú önnur lög, þ.m.t. nýjustu smáskífuna "Hailslide".

Hann er nú farinn í tónleikaferð þar sem hann kemur fram tvennum tónleikum í Danmörku og þrennum í Þýskalandi. Þá eru einnig bókaðir nokkrir tónleikar hér á landi og verður hann til að mynda á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina.

Árið 2014 var gott ár fyrir Júníus Meyvant. "Color Decay" naut mikilla vinsælda meðal hlustenda Rásar 2 og sömuleiðis var lagið valið lag ársins af dagskrárstjóra KEXP, Kevin Cole. Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og fór frá athöfninni með tvenn verðlaun. Annars vegar sem Bjartasta vonin og svo verðlaun fyrir besta lag ársins.

Record Records gefur út og er þröngskífan fáanleg á geisladisk, vínyl og á stafrænum netveitum.

 

Fréttablaðið greinir frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).