Eyjatours munu reka strætisvagnana

á Þjóðhátíðinni

20.Júlí'15 | 10:51

Mikið hefur verið rætt og ritað um þá ákvörðun að banna bekkjabílana á Þjóðhátíð. Eyjar.net tók Hörð Orra Grettisson, talsmann Þjóðhátíðar tali og spurði út í fyrirkomulagið á strætisvagna-akstrinum og hvort hann teldi að fullreynt hafi verið að fá áfram undanþágu á bekkjabílana.

Hvað verða þá margir strætisvagnar á hátíðinni? 4 strætisvagnar

Og hvað stórir? Hver og einn getur flutt allt að 90 einstaklinga

Verður ákveðið leiðarkerfi sem þeir fara eftir? Þeir munu keyra hinn hefðbundna bekkjarbílarúnt.

Hvað verða margir starfsmenn í hverjum vagni? 1 vagnstjóri og í það minnsta 1 að rukka inn.

Hver kemur til með að reka vagnana? Einar og Íris hjá Eyjatours sjá alfarið um að reka vagnanna.

Hvað á að kosta í þá? 500kr. rúnturinn.

Er vitað af áhuga annara að annast fólksflutninga yfir hátíðina? Ekki að mér vitandi, nema þá auðvitað hinn hefðbundni leigubílaakstur.

Var alveg fullreynt að fá undanþágu áfram, líkt og verið hefur allt frá árinu 2001? Já ég tel það hafa verið fullreynt. Við höfum farið um víðan völl til að kanna möguleikann á því að halda þessari undanþágu gangandi og/eða fá lausn í málið til framtíðar. Því miður höfum við alltaf rekist á veggi þar sem við höfum komið inn.

Óskastaða hefði verið að fá hingað strætisvagna til að keyra með þeim bekkjabílum sem ennþá voru á undanþágu, því alveg ljóst að þeir 3 bílar sem keyrðu 2014 önnuðu engan vegin þeim fjölda sem saman var kominn á Þjóðhátíð. Hinsvegar er nú mál að linni að mati embættis lögreglustjóra og lausnin við því að fá hingað 4 strætisvagna til að annast þennan bekkjarbílaakstur.

Auðvitað er hundleiðinlegt að sjá á eftir bekkjabílunum, þeir hafa sinnt okkur vel í tugi ára en það eru ýmsir kostir við það að fá hingað ökutæki sem eru sérstaklega hönnuð til að flytja fólk á milli staða. Má þar nefna að þeir taka mun fleiri farþega en bekkjabílarnir, betra aðgengi er fyrir barnafólk og kannski mikilvægasti þátturinn að þeir eru mun öruggari heldur en bekkjabílarnir, sagði Hörður Orri að lokum.

 

Þessu tengt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%