Kvartað yfir aðgengi

17.Júlí'15 | 06:59

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs lá fyrir erindi frá Vinnslustöðinni þar sem kvartað er yfir aðgengi við og að athafnasvæði Vinnslustöðvarinnar. Fram kemur í bókun ráðsins að ráðið leggi áherslu á að aðgengi að fyrirtækjum á starfssvæði Vestmannaeyjahafnar sé tryggt eins og kostur er.

Bent skal á að í deiliskipulagi H-1 fyrir þetta svæði er gert ráð fyrir 15 metra aksturssvæði á þessari bryggju sem alltaf skal vera með óhindruðu aðgengi. Ráðið beinir því til allra aðila á svæðinu að sýna tillitssemi við vinnu sína. Einnig vill ráðið benda verktökum við nýbyggingu Ísfélagsins á að halda sig innan skilgreinds vinnusvæðis.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.