Eitt tilboð barst í endurbætur á Fiskiðjunni

2 Þ bauð tæpar 159 milljónir króna - fulltrúi minnihluta vill frekar nota fjármunina í stækkun Hraunbúða

16.Júlí'15 | 10:38

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs var farið yfir tilboð sem barst í utanhússframkvæmdir á Fiskiðjunni. Aðeins barst eitt tilboð í verkið. Það kom frá 2Þ ehf og hljóðaði uppá kr. 158.765.585. Kostnaðaráætlun var hinsvegar uppá kr. 167.787.000.

Samþykkt var af meirihluta ráðsins að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við bjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Georg Eiður Arnarson fulltrúi minnihlutans var þessu ekki samþykkur og bókaði:

Þar sem ekki liggur fyrir hvernig eigi að nýta þetta húsnæði í framtíðinni, tel ég rétt að fresta fyrirhuguðum úrbótum og legg ég til að þetta fjármagn sem eyrnamerkt er þessu verkefni, verði frekar nýtt til þess að hefja stækkun á Hraunbúðum, enda þörfin þar gríðarleg og að mínu mati er það verkefni miklu brýnna en þessar endurbætur á húsi Fiskiðjunnar.


 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.