Fréttatilkynning:

900 Grillhús og Gunnar Heiðar semja við ÍBV

16.Júlí'15 | 14:51

Í gær, miðvikudag, skrifaði knattspyrnuráð karla ÍBV undir samstarfssamning við 900 Grillhús en á sama tíma skrifaði Gunnar Heiðar Þorvaldsson formlega undir samning við félagið.

Samstarfssamningur ÍBV og 900 Grillhús er til loka árs 2017 en 900 Grillhús hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar undanfarin ár. Með undirritun sinni staðfesta báðir aðilar samningsins öflugt samstarf með formlegum hætti.

Á sama tíma skrifaði Gunnar Heiðar Þorvaldsson formlega undir samning við félagið sem eins og áður hefur komið fram er til loka árs 2018 en leikmaðurinn kom til eyja síðastliðin mánudag.

Ánægja er innan ÍBV með undirritun samnings við 900 Grillhús sem hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar í víðasta skilningi undanfarinna ára ásamt því að fá Gunnar Heiðar „heim“ og tryggja þar með þjónustu hans til næstu ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.