Fréttatilkynning:

Strætisvagnar sinna bekkjabílaakstri

á Þjóðhátíð 2015

14.Júlí'15 | 08:23
bekkjabill

Ekki verður lengur hægt að fara í hefðbundna Bekkjabíla á Þjóðhátíð.

Eftir síðustu Þjóðhátíð var það öllum ljóst að bekkjabílar og aðrar samgöngur önnuðu ekki þeim fjölda sem saman var kominn á hátíðinni og skapaði það nokkurn vanda. Embætti Lögreglustjóra og Þjóðhátíðarnefnd ákváðu því snemma árs að reyna að finna lausn á samgöngum innanbæjar enda ljóst að leysa þyrfti þær á annan hátt og til framtíðar, enda fyrirséð að aðeins tveir bekkjabílar gætu aldrei sinnt þessum akstri.

Samgöngur á Þjóðhátíð eru mikilvægur þáttur í þeirri þjónustu sem þarf að vera til staðar þegar Þjóðhátíð fer fram. Lengi hefur legið fyrir að bekkjabílarnir myndu renna sitt skeið á enda og nokkur ár eru síðan að það var gefið út af embætti Lögreglustjóra að nýir aðilar fengju ekki heimild fyrir bekkjabílaakstri. Embætti Lögreglustjóra lagði á það ríka áherslu að farþegum verði aðeins ekið á til þess gerðum ökutækjum yfir Þjóðhátíðina 2015, öryggisins vegna. Þjóðhátíðarnefnd hefur því samið við einkaaðila innanbæjar til að sinna akstri á fjórum strætisvögnum yfir hátíðina. Margir kostir eru við að fá hingað strætisvagna. Þeir taka fleiri farþega, betri aðstaða er fyrir farþega, betra aðgengi fyrir barnavagna, auðveldara að flytja farangur auk þess sem strætisvagnar eru mun öruggari til farþegaflutnings.

Strætisvagnarnir ganga áfram hina hefðbundnu bekkjabílaleið og enda í Herjólfsdal. Fyrirkomulagið í dalnum verður þó með öðru sniði þar sem strætisvagnar stoppa hægra megin á hringtorginu og nota hringinn til að snúa við og er það gert til þess að auka öryggi þjóðhátíðargesta og flýta fyrir lestun og losun vagnanna.

Það er von okkar að þetta fyrirkomulag muni henta hátíðinni vel og biðjum við þjóðhátíðargesti að taka vel í þessar breytingar enda þáttur í því að halda áfram að þróa hátíðina. Það hefur lengi legið fyrir að bekkjabílar gætu ekki ekið fólki til frambúðar og nú er komið að því að breyting verður á og er það einlæg trú okkar að hún verði til góðs bæði fyrir farþega og gangandi vegfarendur.

 

Hörður Orri Grettisson, f.h. þjóðhátíðarnefndar

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.