Glenn ekki með ÍBV í næsta leik

13.Júlí'15 | 07:11

Fram­herj­inn mark­s­ækni Jon­ath­an Glenn leik­ur ekki með Eyja­mönn­um gegn Fjölni í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu næsta sunnu­dag en það varð ljóst í nótt þegar Tríni­dad og Tóbagó vann Kúbu, 2:0, í Gull­bik­arn­um, meist­ara­keppni Norður- og Mið-Am­er­íku.

Með sigr­in­um tryggði Tríni­dad og Tóbagó sér sæti í 8-liða úr­slit­um keppn­inn­ar og sá leik­ur fram á sunnu­dags­kvöldið, á sama tíma og leik­ur ÍBV og Fjöln­is.

Glenn sat á vara­manna­bekkn­um all­an tím­ann í nótt, rétt eins og í fyrsta leikn­um þegar lið hans van Gua­temala, 3:1. Leik­ur­inn fór fram í Phoen­ix í Arizona frammi fyr­ir 63 þúsund áhorf­end­um.

Tríni­dad er með 6 stig, Mexí­kó 4, Gua­temala 1 en Kúba er án stiga. Tríni­dad og Mexí­kó mæt­ast í úr­slita­leik riðils­ins á miðviku­dags­kvöldið, að því er segir í frétt á Mbl.is.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.