Dagbók lögreglunnar:

Aspir skemmdar á Bárustíg

13.Júlí'15 | 14:08

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en þó alltaf eitthvað um að vera. Aðfaranótt sunnudagsins 5. júlí s.l. var brotin afturrúða í bifreið Krónunnar þar sem hún var staðsett á bifreiðastæðinu aftan við verslunina. Á þessari stundu er ekki vitað hver var þarna að verki.

Þeir sem kunna að búa yfir einhverjum upplýsingum um málið eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum. Einnig voru unnin skemmdarverk á öspum á Bárustíg. Allar upplýsingar varðandi það eru vel þegnar.

Af umferðinni er það að frétta að einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn og einn fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við leit lögreglu á heimili í bænum fundust ætluð fíkniefni til einkanota. Málið telst upplýst.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.