Kostnaður vegna málareksturs Vestmannaeyjabæjar var 5,3 milljónir

9.Júlí'15 | 10:51

Eyjar.net óskuðu eftir upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ um hver kostnaður sveitarfélagsins var - vegna málareksturs bæjarins gegn Bergi-Hugin og Síldarvinnslunni. Salan á Berg-Hugin til Síldarvinnslunnar var kynnt í fjölmiðlum 30. Ágúst 2012.  

Að vandlega ígrunduðu máli taldi Vestmannaeyjabær ástæðu til að láta reyna forkausrétt sveitarfélagsins enda höfðu þingmenn ítrekað vísað til þess réttar þegar bæjarfulltrúar ræddu það óöryggi sem íbúar sjávarbyggða búa við.

Svo fór að Vestmannaeyjabær vann fullnaðarsigur í héraðsdómi og var hinum stefndu, BH og Síldarvinnslunni gert að greiða málskostnað Vestmannaeyjabæjar. Málinu var áfrýjað til hæstaréttar sem ógilti niðurstöðu héraðsdóms og felldi niður málskostnað (hvor aðili skyldi greiða sinn kostnað).

Lögfræðistofan Juris annaðist málarekstur Vestmannaeyjabæjar. Kostnaður Vestmannaeyjabæjar af því að láta reyna á forkaupsréttinn er 5.291.745 krónur að frádregnum VSK. (endurgreiddur vsk. er 1.322.219)

Skiptingin milli ára sem hér segir:
2012: 1.033.045 kr.
2013: 800.000 kr.
2014: 2.208.700 kr.
2015: 1.250.000 kr.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is