Gunnar Heiðar kominn heim

7.Júlí'15 | 07:50

Gunnar Heiðar

„Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið.

Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí.

„Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn.

„Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“

Engar áhyggjur

Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar.

Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni.

„Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær.

„Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“

 

Ítarlegra viðtal við Gunnar Heiðar má lesa hér.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.