Úttekt DV:

„Þessi tilraunastarfsemi gengur ekki“

Baráttan fyrir Landeyjahöfn að tapast– Vegagerðin vill ljúka verkinu – Herjólfur óhentugur

7.Júlí'15 | 08:00

„Það er þungt hljóðið í fólki því það virðist stefna í áframhaldandi tilraunastarfsemi,“ segir Árni Johnsen varðandi ástandið í samgöngumálum Vestmannaeyja. „Að mínu mati er Landeyjahöfn aðeins nothæf yfir sumartímann,“ segir annar viðmælandi DV. En blaðið gerir úttekt á stöðu Landeyjahafnar í dag.

Nýjar upplýsingar sýna að um 260 þúsund rúmmetrum hefur verið dælt úr höfninni í vetur en áætlanir gerðu ráð fyrir að um 10–15 þúsund rúmmetrum yrði dælt upp vegna viðhalds. Forstöðumaður siglingasviðs hjá Vegagerðinni segir að áætlanir hafi miðast við nýja hentugri ferju en aldrei hafi verið áætlað hvað þyrfti að dæla vegna Herjólfs.

DV ræðir m.a við Sigurð Áss forstöðumann siglingasviðs Vegagerðarinnar, auk þess að vísa í könnun sem Eyjar.net lét gera fyrr á árinu um sjósamgöngur við Vestmannaeyjar.

Í könnun í byrjun árs kom fram að 72 prósent bæjarbúa í Vestmannaeyjum telji ólíklegt að Landeyjahöfn þjóni samgöngum allt árið um kring. Aðspurður um það segir Sigurður Áss: „Við stefnum að því með nýrri ferju og öðruvísi dýpkunaraðferðum að um heilsárshöfn verði að ræða. Tíminn verður hins vegar að leiða í ljós hvort að það gangi eftir.“

 

Þá segir í úttektinni:

DV hefur rætt við fjölmarga aðila sem þekkja til svæðisins í kringum Landeyjahöfn og segja þeir allir að baráttan sé vonlaus að þeirra mati. Einn gengur svo langt að segja að hún sé töpuð. Sandurinn gangi inn á landið með sjávarstraumum en einnig fjúki umtalsvert magn ofan af landi og niður í höfnina. Einnig segja sjónarvottar að fjaran sé sífellt að færast framar. „Ég er þess fullviss að Landeyjahöfn verði orðinn innlyksa innan tíu ára,“ segir einn viðmælandi DV. Þessu hafnar Sigurður Áss alfarið. „Mælingar sýna að fjaran hefur hopað, ef eitthvað er, frá árinu 2010. Vissulega eru sveiflur milli ára og það getur vel verið að fjaran hafi eitthvað færst fram síðastliðinn vetur en á heildina litið sýna mælingar að fjaran hefur hopað.“

 

Nánar um málið í DV í dag eða á DV.is

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.