Séra Kristján á förum frá Eyjum

6.Júlí'15 | 14:28

Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur Vestmannaeyjaprestakalls, mun taka við þjónustu í Eyrarbakkaprestakalli frá og með 1. ágúst. Biskup Íslands auglýsti í byrjun júní eftir presti til að sinna afleysingaþjónustu í kallinu frá og með 1. júlí í fullu starfi.

Ákvörðunin er tekin í samráði við formenn sóknarnefnda Eyrarbakkaprestakalls. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson sem sinnt hefur prestakallinu að undanförnu mun þjóna því í júlímánuði.

Ennfremur hefur verið ákveðið að séra Þorvaldur Karl Helgason þjóni Selfossprestakalli frá 14. júlí til júlíloka en þann 1. ágúst taka tveir prestar við störfum í Selfossprestakalli. 

Um er að ræða Séra Guðbjörgu Arnardóttur sem verður sóknarprestur og Séra Ninnu Sif Svavarsdóttur sem verður prestur. 

 

Vísir greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.