Nemendum GRV hefur fækkað um 35%

á tímabilinu 2000-2015

5.Júlí'15 | 07:05
GRV_nemendur

Nemendur GRV

Á síðasta fundi fræðsluráðs var lögð fram tillaga framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar um úthlutun til skólastarfs GRV 2015-2016. Í tillögunni kom fram að áætlaður fjöldi nemenda skólaárið 2015-2016 verði 519 í 30 bekkjardeildum.

Meðaltal í bekk er áætlað um 17 nemendur. Heildarfjöldi kennslustunda til ráðstöfunar fyrir skólastjóra verður 1226,1 þar af eru 129,8 vegna sérkennslu, 10 vegna stuðnings við nemendur með annað móðurmál en íslensku og 2,5 vegna íþróttaakademíu. Samtals eru þetta 47,89 stöðugildi kennara. Samtals eru önnur stöðugildi 37,3. Stöðugildi til ráðstöfunar í GRV skólaárið 2015-2016 eru 85,19.

Áætlaður kennslukostnaður skólaársins með launatenglum er um 420 milljónir kr. Annar launakostnaður er um 100 milljónir kr. Gera má ráð fyrir að heildar launakostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna GRV á skólaárinu 2015-2016 verði um 520 milljónir kr. heildar rekstrarkostnaður GRV árið 2015 er áætlaður um 705 milljónir, segir ennfremur í tillögunni.

Stöðugildum kennara og stjórnenda fækkað um 13% - aldrei fleiri stuðningsfulltrúar

Fræðslufulltrúi lagði í kjölfarið fram tölur fyrir fræðsluráð varðandi þróun nemendafjölda og stöðugilda við GRV. Fram kom að á tímabilinu 2000-2015 hafi nemendum fækkað um 35% eða úr 805 í 519 nemendur. Á tímabilinu hefur stöðugildum kennara og stjórnenda fækkað um 13% sem þýðir hlutfallslega fjölgun miðað við nemendafjölda. Stöðugildum annarra starfsmanna hefur fjölgað um 9% á sama tímabili. Stöðugildi stuðningsfulltrúa hefur fjölgað um 32% frá 2010 og hafa þeir aldrei verið fleiri en árið 2014-2015. Nemendum, sem voru skráðir í stuðning og sérkennslu, hefur ekki fjölgað að sama skapi.

Fræðsluráð samþykkti tillögu framkvæmdastjóra til skólastarfs 2015-2016.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.