Uppbyggingarsjóður Suðurlands:

3,6 milljónir til verkefna í Eyjum

5.Júlí'15 | 01:45
Stjörnufr

Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja fékk hæsta styrkinn af Eyjaverkefnunum. Mynd: úr safni

Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Um er er að ræða fyrri úthlutun styrkveitinga á árinu úr nýjum sjóði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Alls voru 8 verkefni sem hlutu styrk hér í Eyjum.

Alls bárust að þessu sinni 184 umsóknir. Styrkur var veittur 93 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 42 milljónir. Styrkveitingar til menningarverkefna voru um 18 mkr. og 24 mkr. til nýsköpunarverkefna. Verkefnin eru fjölbreytt og ná til ólíkra atvinnu- og listgreina og styðja við verkefni vítt og breytt um landshlutann. Umsóknir að þessu sinni gefa okkur tilefni til að vera bjartsýn þegar litið er til framtíðar. Úthlutað verður héðan í frá tvisvar sinnum á ári úr sjóðunum, bæði til menningar- og nýsköpunarverkefna.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun Suðurlands og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með endanlegt hlutverk úthlutunarnefndar en úthlutunarnefndir á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar, skiluðu tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

 

Þau verkefni tengd Eyjum sem fengu úthlutuðum styrk eru:


Menningarverkefni:


Fuglar og fiskar  -  Sæheimar - Fiskasafn   400.000

Þjóðhátíð í 140 ár  -  heimildarmynd / framhaldsstyrkur   -  SigvaMedia    400.000

Hans og Gréta   -    Leikfélag Vestmannaeyja      200.000

Röð listviðburða í Einarsstofu í Vestmannaeyjum. Bókasafn Vestmannaeyja   200.000

Saga og súpa í Sagnheimum   -   Sagnheimar, byggðasafn     200.000


Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni

Norðurljósa-og stjörnuskoðunarstöð í Vestmannaeyjum   -  Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja    1.200.000

Sæbjúgu við Vestmannaeyjar  -  Godthaab í Nöf    500.000

Vöruþróun á bjór úr hráefnum úr náttúru Vestmannaeyja  -  Einsi Kaldi ehf     500.000

Uppfært: Einnig fengu Eyjaverkefnin Loftsýn Tómas Einarsson 750.000 og Söguskart - Hringrás Lundans Karitas Valsdóttir 300.000 styrk.

 


 

einsi-kaldi-9124

Einsi Kaldi fékk styrk til vöruþróunar á bjór

skaptioghvatismall

SigvaMedia fékk styrk vegna heimildarmyndar

Godthaab_2015

Godthaab í Nöf hlaut sæbjúgnastyrk

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).