Goslok 2015:

Dagskrá dagsins

4.Júlí'15 | 08:30

Áfram heldur dagskrá Goslokahátíðar í dag, laugardag. Veðrið er með ágætum og nóg um að vera. Við hvetjum fólk til að taka þátt í dagskránni. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin í dag er sem hér segir:

Laugardagur

Golfklúbbur Vestmannaeyja

Kl. 8.00

Volcano Open, ræst út kl. 08.00 og 13.30. Keppendur mæti í skála klukkustund fyrir ræsingu.

 

Stórhöfði

Kl. 10.30

7 tinda gangan. Hver og einn fer á sínum hraða og sinni ábyrgð, ekki er skylda að ganga á alla tindana.

Ganga endar í innifalinni sundferð í íþróttamiðstöð. Þátttökugjald 2.500 kr.

Ágóði rennur til Krabbavarnar.

 

Nausthamarsbryggja

Kl. 11.00-13.00

Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund. Allir þátttakendur fá glaðning og þátttökuverðlaun.

 

Strandvegur, gamli slippurinn

Kl. 13.00

Vinnslustöðin afhjúpar minnisvarða í minningu Ársæls Sveinssonar.

 

Íþróttamiðstöð

Kl. 13.00

Bubbluboltamót Eyverja. Skráning liða á eyverjar@eyverjar.is.

 

Þórsvöllur

Kl. 13.00

KFS- Völsungur. Áfram KFS!

 

Bárustígur

Kl. 14.00 – 16.00

Fjölskylduhátíð Landsbankans. Skólahreystisbraut, tónlist, hoppukastali, Sproti mætir á svæðið og grillað fyrir alla.

 

Sagnheimar, bryggjusvæði

Kl. 15.30

“Örlagasaga Guðríðar og Hallgríms”, Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur segir frá lífi Hallgríms og Guðríðar með árið 1627

sem útgangspunkt. Í boði Ísfélags Vestmannaeyja.

 

Strandvegur

Kl. 16.00

Mótorfákar landsmóts bifhjólafólks taka hring um Eyjuna. Háð veðri og vindum.

 

Hásteinsvöllur

Kl. 16.00

ÍBV-Fylkir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Áfram ÍBV!

 

Eldheimar

Kl. 17.00

Óskalagastund með Sniglabandinu. Frítt inn.

 

Sveinafélagshúsið, Heiðarvegi 7

Kl. 21.00

Sögustund um menn og málefni, myndir og málverk

í Eyjum. Satt og logið.

 

Slippurinn

Kl. 23.00

Útigrill og veitingasala á Skipasandi (bakvið Slippinn).

 

Skipasandur

Kl. 23.30

Stuð í króm og á útisviði, Brimnes, Dans á rósum, Gosarnir og ýmsir gestir spila!

 

Prófasturinn

Kl. 23.30

Plötusnúðar á vegum

Basic house effect. Frítt inn.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.