Landsbankinn:

Telja ekki forsendur fyrir því að veita aðgengi að gögnum

eða til að láta framkvæma yfirmat

2.Júlí'15 | 07:31

Fyrir bæjarráði lá svarbréf frá Landsbankanum við erindi frá Vestmannaeyjabæ þar sem gerð var krafa um að stofnfáreigendum eða fulltrúum þeirra yrði veitt aðgengi að þeim gögnum sem liggja til grundvallar verðmati á Sparisjóðnum. Í svari Landsbankans kemur fram að bankinn telji að ekki séu forsendur fyrir því að veita aðgengi að gögnum eða láta framkvæma yfirmat.

Bæjarstjóri lagði enn fremur fram afrit af erindi sem hann fól lögmanni Vestmannaeyjabæjar að senda Fjármálaeftirlitinu. Þar kemur m.a. fram að eignarhlutar stofnfjáreigenda hafi notið verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og því verði að telja að bæði laga- og réttlætisrök standi til yfirmats á raunverulegu verðmæti sjóðsins þegar Fjármálaeftirlitið (sem er ríkisstofnun), þvingaði Sparisjóð Vestmannaeyja (sem laut stjórn Bankasýslu ríkisins) til að sameinast Landsbankanum (sem er nánast í fullri eigu ríkisins). Því óski Vestmannaeyjabær eftir því að Fjármálaeftirlitið heimili Landsbankanum hf. eftir atvikum með endurupptöku ákvörðunar að koma til móts við óskir stofnfjáreigenda  Sparisjóðs Vestmannaeyja.

Þá segir í bókuninni að bæjarráð áskilji sér allan rétt vegna endaloka Sparisjóðs Vestmannaeyja og eignarnáms eignarhluta þeirra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta áfram hagsmuna Vestmannaeyjabæjar í málinu.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.