Goslokahátíðin hefst á morgun

1.Júlí'15 | 05:19

Goslokahátíðin verður að venju haldin hátíðleg í Vestmannaeyjum. Hefst dagskráin á morgun, fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudagur

Eymundsson

Kl. 11.00-17.00

Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi.

 

Eldheimar

Kl. 16.00

Opnun myndlistarsýningar Gerðar Sigurðardóttur, “Gzíró”.

 

Akóges

Kl. 17.00

Opnun myndlistarsýningar Jónínu Magnúsdóttur, Ninnýar. Sýningin ber heitið “Tengsl”.

 

Sveinafélagshúsið Heiðarvegi 7

Kl. 17.00

Opnun myndlistarsýningar Andrésar Sigmundssonar, “Þrælarnir og krossinn”.

 

Skólavegur 13

Kl. 17.00

“Hjá Ásdísi”. Ásdís Loftsdóttir fatahönnuður opnar nýja vinnustofu og verslun fyrir gesti og gangandi með sýningu á nýjustu mynstrum á efnum í fatnaði og heimilistextíl.

Kl. 18.00

Tískusýning hjá Ásdísi.

 

Miðstöðin, efri hæð

Kl. 18.00

Bjartmar Guðlaugsson opnar sýningu sína, “Bryggjupeyjablús”.

 

Hús Taflfélagsins, Heiðarvegur 9b

Kl. 20.00

Opnun myndlistarsýningar Gunnars Júlíussonar, “Timburmenn”.

Einnig hanga nokkrar myndir á Tanganum, Básaskersbryggju.

 

Höllin

Kl. 21.00

Húsið opnar kl. 20.00

Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson taka sjómannasöngva.  Blítt og Létt hópurinn tekur svo Eyjalögin.

Mikið fjör fram á kvöld.

Aðgangseyrir - 2.500 kr.

Opið á Háaloftinu eftir tónleika

 

Föstudagur

Ráðhús

Vestmannaeyja

Kl. 9.00

Fánar goslokahátíðar dregnir að húni.

 

Golfklúbbur Vestmannaeyja

Kl. 10.00

Volcano open – ræst út kl. 10.00 og kl. 17.00. Keppendur mæta klukkustund fyrir ræsingu.

Kertaverksmiðjan Heimaey

Kl. 10.00-11.30 og 13.00-15.00

Handverks- og kertamarkaður Hamars hæfingarstöðvar og 

Heimaeyjar, verndaðs vinnustaðar. 

 

Svölukot

Kl. 12.00

Opnun málverkasýningar Óla frá Vatnsdal, “Skáldað í skýin, sæinn og svörðinn”.

 

Listaskólinn

Kl. 13.00

Opnun sýningar Ólafar Rúnar Benediktsdóttur, Magnúsar Kára Ágústssonar, Antons Borosak og Óðins Darra Egilssonar, “Fugu”.

 

Stakkagerðistún

Kl. 13.00

Hafdís Huld og Alisdair Wright flytja barnavísur í gömlum og nýjum útsetningum. Leikskólabörn og önnur börn taka undir. Allir velkomnir.

 

KFUM & K húsið

Kl. 14.00-16.00

Félagar úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja sýna myndir.

 

Lögreglustöðin

Kl. 15.00-17.00

Opið hús á lögreglustöðinni. Kjörið fyrir foreldra að koma með börnum sínum, kíkja inn fyrir á lögreglustöðinni, ræða við lögreglumenn/konur, skoða bíla og annan aðbúnað.

 

Einarsstofa

Kl. 17.00

Opnun sýningar Kjuregej Alexandra Argunova “Lofsyngjum jörðina”.

 

Hásteinsvöllur

Kl. 17.30

ÍBV-Selfoss, í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna. Áfram ÍBV!

 

Klettshellir

Kl. 17.30

Anna Jónsdóttir sópransöngkona flytur þjóðlög inn í Klettshelli. Tónleikaferðin ber heitið “Uppi og niðri og þar í miðju”.

Mæting hjá VikingTours.

Aðgangseyrir - 2.000 kr.

 

Safnaðarheimili

Landakirkju

Kl. 18.00

“Konur í Þátíð.” Opnun sýningar Gíslínu Daggar Bjarkadóttur, bæjarlistamanns Vestmannaeyja 2014.

 

Stakkagerðistún

Kl. 18.00

Leikhópurinn Lotta sýnir Jói og baunagrasið á Stakkagerðistúni. Aðgangseyrir  - 1.900 kr.

Sveinafélagshúsið, Heiðarvegi 7

Kl. 21.00

Sögustund um menn og málefni, myndir og málverk í Eyjum. Satt og logið.

 

Kaffi Kró

kl. 21.30-23.00

Bílskúrsball ungmenna.

Plötusnúðar á vegum

Basic house effect.  Frítt inn.

 

Höllin

Kl. 22.00

húsið opnar kl. 21.00

KK-band ásamt Eyþóri Gunnarssyni, Bjartmari og Bergrisunum. Listamennirnir taka öll sín þekktustu lög og halda uppi miklu stuði.

Aðgangseyrir - 3.500 kr.

Opið á Háaloftinu eftir tónleika

 

Tanginn

Kl. 22.00

Biggi í Gildrunni spilar fyrir gesti.

 

Kaffi Varmó

Kl. 23.00

Fjöldasöngur með bræðrunum Kidda Bjarna og Sigvalda frá Selfossi sem spila á nikku og gítar.

 

Kaffi kró

Kl. 00.00

Hið árlega hlöðuball. Gosarnir og gestir leika fyrir dansi.

 

Prófasturinn

Kl. 23.30

Plötusnúðar á vegum

Basic house effect. Frítt inn.

 

Laugardagur

Golfklúbbur Vestmannaeyja

Kl. 8.00

Volcano Open, ræst út kl. 08.00 og 13.30. Keppendur mæti í skála klukkustund fyrir ræsingu.

 

Stórhöfði

Kl. 10.30

7 tinda gangan. Hver og einn fer á sínum hraða og sinni ábyrgð, ekki er skylda að ganga á alla tindana.

Ganga endar í innifalinni sundferð í íþróttamiðstöð. Þátttökugjald 2.500 kr.

Ágóði rennur til Krabbavarnar.

 

Nausthamarsbryggja

Kl. 11.00-13.00

Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund. Allir þátttakendur fá glaðning og þátttökuverðlaun.

 

Strandvegur, gamli slippurinn

Kl. 13.00

Vinnslustöðin afhjúpar minnisvarða í minningu Ársæls Sveinssonar.

 

Íþróttamiðstöð

Kl. 13.00

Bubbluboltamót Eyverja. Skráning liða á eyverjar@eyverjar.is.

 

Þórsvöllur

Kl. 13.00

KFS- Völsungur. Áfram KFS!

 

Bárustígur

Kl. 14.00 – 16.00

Fjölskylduhátíð Landsbankans. Skólahreystisbraut, tónlist, hoppukastali, Sproti mætir á svæðið og grillað fyrir alla.

 

Sagnheimar, bryggjusvæði

Kl. 15.30

“Örlagasaga Guðríðar og Hallgríms”, Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur segir frá lífi Hallgríms og Guðríðar með árið 1627

sem útgangspunkt. Í boði Ísfélags Vestmannaeyja.

 

Strandvegur

Kl. 16.00

Mótorfákar landsmóts bifhjólafólks taka hring um Eyjuna. Háð veðri og vindum.

 

Hásteinsvöllur

Kl. 16.00

ÍBV-Fylkir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Áfram ÍBV!

 

Eldheimar

Kl. 17.00

Óskalagastund með Sniglabandinu. Frítt inn.

 

Sveinafélagshúsið, Heiðarvegi 7

Kl. 21.00

Sögustund um menn og málefni, myndir og málverk

í Eyjum. Satt og logið.

 

Slippurinn

Kl. 23.00

Útigrill og veitingasala á Skipasandi (bakvið Slippinn).

 

Skipasandur

Kl. 23.30

Stuð í króm og á útisviði, Brimnes, Dans á rósum, Gosarnir og ýmsir gestir spila!

 

Prófasturinn

Kl. 23.30

Plötusnúðar á vegum

Basic house effect. Frítt inn.

 

Sunnudagur

Landakirkja

Kl. 11.00

Göngumessa frá Landakirkju að gíg Eldfells og að Stafkirkju. Samkirkjuleg guðsþjónusta þar sem félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika. Í lok messu mun sóknarnefnd bjóða í kaffi á lóð Stafkirkjunnar.

 

Eldheimar

Kl. 13.00

Sniglabandið spilar í beinni útsendingu á Rás2. Áheyrendur og aðdáendur velkomnir í sal.

 

Sirkus ísland á malarvellinum

Fimmtudagur

Kl. 17.00

Sýningin Heima er best

 

Föstudagur

Kl. 16.00

Sýningin Heima er best

Kl. 20.00

Sýningin Skinnsemi. Bönnuð innan 18 ára

 

Laugardagur

Kl. 12.00

Sýningin Heima er best

 

Kl. 16.00

Sýningin Heima er best

 

Kl. 20.00

Sýningin Skinnsemi. Bönnuð innan 18 ára

Sunnudagur

Kl. 11.00

Sýningin SIRKUS

 

Kl. 14.00

Sýningin Heima er best

 

 

Miðasala á midi.is og

á Malarvellinum.

 

 

Sýningartímar og endurteknir viðburðir

 

Safnaðarheimili Landakirkju

Sýning Gíslínu Daggar Bjarkadóttur, “Konur í þátíð”. Opið laugardag og sunnudag frá 14.00-18.00.

 

KFUM & K húsið

Félagar úr Myndlistarfélagi Vestmannaeyja sýna myndir sínar, opið alla hátíðardagana frá 14.00-16.00.

 

Akóges

Sýning Jónínu Magnúsdóttur (Ninnýar), “Tengsl”. Opið föstudag og laugardag frá 13.00-18.00 og sunnudag frá 13.00-17.00.

 

Skólavegur 13

Stúdíó Ásdísar Loftsdóttur.

Opið alla hátíðardagana frá 10.00-18.00.

 

Eymundsson

Sunna Árnadóttir spákona spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gjaldi. Skráning í Eymundsson frá miðvikudeginum 1.júlí.

Stanslaust stuð hjá Símanum, fimmtudag og föstudag.

 

Einarsstofa

Sýning Kjuregej Alexandra Argunova, “Lofsyngjum jörðina”. Opið alla hátíðardagana frá 10.00-17.00. Stendur fram til 15. júlí.

 

Miðstöðin, efri hæð

Sýning Bjartmars Guðlaugssonar, “Bryggjupeyjablús”. Opið föstudag og laugardag frá 14.00-18.00 og sunnudag frá 14.00-16.00.

 

Eldheimar

Sýning Gerðar Sigurðardóttur, “Gzíró”. Opið alla hátíðardagana frá 11.00-18.00.

 

Svölukot

Sýning Óla frá Vatnsdal, “Skáldað í skýin, sæinn og svörðinn”. Opið föstudag og laugardag frá 12.00-18.30 og sunnudag frá 13.00-18.00.

 

Sveinafélagshúsið, Heiðarvegi 7

Sýning Andrésar Sigmundssonar, “Þrælarnir og krossinn”. Opið 10.00-00.00 alla hátíðardagana.

Café Varmó

Kolla design, Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir sýnir.  Opið alla hátíðardagana opnunartíma.

 

Hús taflfélagsins, Heiðarvegi 9B

Sýning Gunnars Júlíussonar, “Timburmenn”. Opið föstudag og laugardag frá 12.00-22.00 og sunnudag frá 12.00-18.00.

 

Listaskólinn

Sýning Ólafar Rúnar Benediktsdóttur, Magnúsar Kára Ágústssonar, Antons Borosak og Óðins Darra Egilssonar. Opið föstudag frá 13.00-18.00 og laugardag frá 13.00-18.00.

 

RibSafari býður upp 10% goslokaafslátt af öllum ferðum laugardaginn 4.júlí.

Verslanir, veitingastaðir og gallerí í bænum með alls kyns goslokatilboð.

Opið á öllum söfnum bæjarins.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).