Sala á Berg-Huginn ehf. til Síldarvinnslunnar:

Bæjarráð skorar á þingmenn

að endurskoða lögin þannig að yfirlýst markmið laganna hvað varðar öryggi sjávarbyggðanna nái fram að ganga

1.Júlí'15 | 06:51

Bergur-Huginn gerir út Bergey og Vestmannaey

Fyrir bæjarráði lá dómur í Hæstarétti í máli því sem Vestmannaeyjabær höfðaði gegn Síldarvinnslunni og Berg/Huginn þess efnis að ógiltur yrði með dómi samningur um kaup Síldarvinnslunnar hf. á öllum eignarhlutum í Berg-Huginn ehf. dagsettur í ágúst 2012. Dómurinn féll útgerðunum í vil og kaupsamningur þeirra á milli því gildur. Áður hafði Vestmannaeyjabær unnið fullnaðarsigur í héraðsdómi.

Bæjarráð bendir þingmönnum þjóðarinnar á að með tilgreindum dómi hefur hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að sá réttur sjávarbyggða sem löggjafinn byggði inn í lögin með svo kölluðum forkaupsréttarákvæði hefur verið veginn, metinn og léttvægur fundinn, segir í bókun ráðsins.

Bæjarráð skorar á þingmenn að endurskoða lögin þannig að yfirlýst markmið laganna hvað varðar öryggi sjávarbyggðanna nái fram að ganga.

Bæjarráð bendir enn fremur á að forkaupsréttarákvæðið skaðar ekki þá hagkvæmni í sjávarútvegi sem bundinn er við frjálst framsal. Allt tal um slíkt lýsir vanþekkingu á lögum um stjórn fiskveiða. Forkaupsréttarákvæðið virkar þannig að þegar kominn er á samningur getur sveitastjórn nýtt forkausrétt ef aðrir aðilar í sveitarfélaginu treysta sér til að greiða sama verð og þegar hefur verið samið um. Verðmætin munu því ætíð leita þangað þar sem hagkvæmnin er mest enda hagkvæmnin forsenda þess að hægt sé að greiða sem mest fyrir verðmætin. Það sem forkaupsréttarákvæðið gerir er eingöngu að koma í veg fyrir að atvinnurétturinn fari frá íbúum á meðan enn er a.m.k. jafn hagkvæmt að gera út á upprunastaðnum.

Bæjarráð hafnar einnig með öllu ávirðingum um að annarlegar hvatir liggi til grundvallar ákvörðun um láta reyna á forkaupsrétt vegna þessara viðskipta og beinir því til bæjarstóra að láta áfram reyna á slíkt ef slík staða kemur upp. Sjávarútvegur er undirstaða byggðar í Vestmannaeyjum og það er hlutverk bæjarráðs og bæjarstjórnar að verja hagsmuni íbúa hvað hann varðar.

Að lokum lýsir bæjarráð ánægju með það hve samheldni útgerðarfyrirtækjanna hér í Vestmannaeyjum hefur jafnan verið mikil hvað það varðar að gæta þess að tapa ekki veiðiheimildum frá okkur hér í eyjum. Það hefur orðið til þess að við höfum nánast haldið aflaheimildum okkar að fullu allt frá því að kvótakerfið var sett á. Útgerðir hafa gætt þess að fyrirtækin hér hafi keypt heimildir þeirra útgerðarmann í eyjum sem hafa viljað hætta. Bæjarráð telur að útgerðarmenn hér eigi þakkir skildar fyrir það, enda sýnir það ábyrgð, bæði gagnvart staðnum, starfsfólkinu og samfélagi okkar hér, segir í bókun bæjarráðs um málið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.