Huginn VE:

Landaði 440 tonnum af frystum makríl

30.Júní'15 | 14:11

Makrílvertíðin er farin þokkalega af stað. Nokkur skip hafa þegar landað afla og meðal þeirra er Huginn VE. Hann landaði 440 tonnum af heilfrystum makríl í Eyjum fyrir helgina og 2-300 tonnum af smærri makríl í bræðslu.

Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri, sagði í samtali við kvotinn.is í gærkvöldi, að makríll væri stór og góður, en þeir voru þá á reki við vinnslu í Grindavíkurdýpinu þar sem fleiri skip voru á veiðum. Í morgun voru Vestmannaeyjaskipin á veiðum suður af eyjunum, en Huginn var vestar.

„Þetta er annar túrinn hjá okkur. Við fórum út á laugardag erum búnir að taka tvo hol og erum svo bara að vinna. Við tókum fyrst 150 tonna hol eftir einn og hálfan tíma og síðan annað í morgun 30 mílum vestrar. Veiðin byrjaði vel en dalaði aðeins síðan,“ sagði Guðmundur Huginn.

Hann segir að makríllinn sé betri en í fyrra, stærri og feitari er bjartsýnn á framhaldið. „Við heyrðum í þeim á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni sem var á landleið og keyrðu í gegnum mikla makrílvöðu 50 til 60 mílur í vestur frá mér í kantinum yst í Jökuldýpinu. Makrílinn virðist vera að dreifa sér vestur eftir."

 

Kvotinn.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.