Glenn ekki með ÍBV í næstu leikjum

30.Júní'15 | 06:35

Jonathan Glenn, markahæsti leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, verður ekki með Eyjaliðinu í næstu leikjum því hann er að fara að keppa með landsliði sínu Trínidad og Tóbagó. Þetta kom fram í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

Jonathan Glenn er kominn í gang eftir rólega byrjun en hann hefur skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum ÍBV í Pepsi-deildinni.

Glenn er í hópi Trínidad og Tóbagó í Gullbikarnum sem er álfukeppni þjóða í Norður- og Mið-Ameríku og fer fram í Bandaríkjunum og Kanada frá 7. til 26. júlí.

Trínidad og Tóbagó er í riðli með Mexíkó, Gvatemala og Kúbu og er fyrsti leikur liðsins á móti Gvatemala 9. júlí næstkomandi. Leikur liðsins eru 9., 12. og 15. júlí. Komist liðið upp úr riðlinum lengist dvöl Glenn vestan hafs.

ÍBV á bikarleik á móti Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins þann 4. júlí og svo deildarleik gegn ÍA 12. júlí. Þá mæta þeir Fjölni 19. júlí en þá gæti Glenn verið kominn til baka.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.