Nýsmíði ferju í Landeyjahöfn:

Bæjarráð leggst gegn því að eignarhald á nýrri ferju verði á höndum einkaaðila

30.Júní'15 | 16:32

Á fundi bæjarráðs í dag var rætt um nýsmíði ferju í Landeyjahöfn. Á fundinn kom Andrés Þorsteinn Sigurðsson hafsögumaður Vestmannaeyjahafnar og fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í stýrihópnum og gerði grein fyrir starfi stýrihópsins.

Þar var tekið fyrir bréf Innanríkisráðuneytisins til Vegagerðarinnar dags. 10.júní þar sem fram kemur að ráðuneytið felur Vegagerðinni að annast útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju í samráði við vinnuhóp innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Í bréfinu kemur fram að Innanríkisráðuneytið hafi falið Vegagerðinni að annast útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju í samráði við vinnuhóp innanríkiráðuneytisins. Miða skal útboðið við að bjóðendum gefist tveir valkostir. Annarsvegar að smíði ferjunnar verði boðin út fyrir hönd ríkisins á þeirri forsendu að eignarhald ferjunnar verði á hendi ríkisins. Hins vegar að tilboðsgjafar bjóði í smíði ferjunnar í eigin reikning og rekstur hennar til tiltekins árafjölda sem metinn er til þess fallinn að skila hagstæðum tilboðum. Miða skal við að á ríkinu verði kaupskylda og kaupréttur á ferjunni hvenær sem er á samningstímanum. Áður en ákvörðun er tekin á grundvelli útboðsins skal liggja fyrir afstaða ráðherra um eignarhald ferjunnar. Hönnun á ferju sem Polarkonsult AS hefur unnið í samráði við ofangreindan vinnuhóp verður hluti af útboðsgögnum fyrir smíðina. Miðað er við að bjóðendur rekstrarsamnings nýti einnig þá hönnun í tilboðum sínum, segir m.a í bókun ráðsins.

Ennfremur segir, bæjarráð fagnar því að Vegagerðinni hafi verið falið að annast útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju enda hafa Eyjamenn nú beðið eftir því að nýsmíði Vestmannaeyjaferju hefjist síðan 2008. Tjóni vegna þessara tafa er ómælt bæði fyrir aðila í ferðaþjónustu og samfélagið í heild.

Bæjarráð leggst eindregið gegn því að eignarhald á nýrri Vestmannaeyjaferju verði á höndum einkaaðila og minnir í því samhengi á að í nýlegri greiningu Analytica á fjármögnun Vestmannaeyjaferju segir: Það er mat Analytica að einarhald ríkis og/eða sveitarfélags á nýrri Vestmannaeyjaferju sé ódýrara fyrirkomulag en eignarhald einkaaðila.

Bæjarráð minnir enn fremur á að bygging nýs skips til siglinga í Landeyjahöfn er sannarlega nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda þess að hægt verði að tryggja samgöngur allt árið um Landeyjahöfn. Þess vegna er nauðsynlegt að ráðast sem fyrst í framkvæmdir sem snúa að höfninni sjálfri, dýpkunarframkvæmdum og fleira

Bæjarrráð áréttar að smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju tekur að minnstakosti 2 ár og því brýnt að ráðist verði i aðgerðir til að tryggja viðaunandi ástand í samgöngumálum þar til ný ferja hefur siglingar í endurbætta höfn.

Að endingu fól bæjarráð, bæjarstjóra að óska eftir fundi með Innanríkisráðherra og Vegamálastjóra svo fljótt sem verða má.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).