Dagbók Lögreglunnar:

Þrjú umferðaróhöpp í síðustu viku

29.Júní'15 | 17:02

Lögreglan

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í liðinni viku enda mikill fjöldi fólks í bænum í tenglsum við Orkumótið í knattspyrnu.  Nokkuð var um að lögreglan þurfti að hafa afskipti af ökumönnum vegna aksturslags þeirra og voru nokkrir þeirra sektaðir sökum þessa.   

Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram en þó var eitthvað um að lögreglan þurfti að hafa afskipt af fólki vegna ástands þess.

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni en lögreglan fór í tvær húsleitir og fundust í báðum þeirra smáræði af kannabisefnum.  Málin teljast að mestu upplýst.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í liðinni viku en engin alvarleg slys urðu á fólki í þessum óhöppum, en ökutækin sem þarna áttu hlut að máli skemmdust þó nokkuð.

Tvö slys urðu í liðinni viku og var í báðum tilvikum um að ræða gestkomandi drengi á Orkumótinu en annar þeirra slasaðist í Spröngunni en þó ekki alvarlega.  Í hinu tilvikinu féll drengur ofan af vegg við Barnaskólann og er talið að hann hafi haldleggsbrotnað.

Alls liggja fyrir 16 kærur vegna brota á umferðarlögum þar sem alls 9 ökumenn voru kærðir vegna ólöglegrar lagningu ökutækja sinna, tveir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, einn fyrir að aka gegn einstefnu, einn fyrir akstur án ökuréttinda og fjórir fyrir að vanrækja notkun öryggisbelta í akstri.

Lögreglan vill í tilefni af Goslokahátíðar um komandi helgi minna foreldra og forráðamenn barna á útivistareglurnar og bendir á að börn og ungmenni eiga ekkert erindi á skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.