Eyjamaðurinn Ólafur Gränz og Iðunn kona hans:

Eiga samtals 46 börn og barnabörn

27.Júní'15 | 22:14
oli_og_idunn

Mynd: lifdununa.is

Ólafur Gränz, jafnan kallaður Óli, er stór og fyrirferðarmikill maður, enda Vestmannaeyingur og það væri líklega fljótlegra að telja það upp það sem hann hefur ekki lagt stund á, en hitt sem hann hefur gert.

Hann er lærður smiður, á sjö börn, hefur rekið trésmíðaverkstæði, byggingavöruverslun, bílaleigu, bátaferðafyrirtæki, bókaútgáfu og gegnt formennsku í óteljandi félögum. Auk þess hefur hann ferðast víða um heim og dansað rokk og ról fram á morgun, ýmist hér heima eða í útlöndum, án þess að drekka dropa af áfengi. Núna er hann formaður Hollvinafélags heilsustofnunar NLFÍ en þar stendur fyrir dyrum sextugsafmæli í sumar. Þetta sgir Óli er í viðtali við vefinn lifdununa.is.

Allt orðið yfirfullt af bílum

Óli býr ásamt konunni sinni Iðunni Guðmundsdóttur á áttundu og níundu hæð í stórri blokk í Breiðholti. Þangað ætlaði hann aldrei að flytja, en þeim líkar vel að búa í Breiðholtinu þar sem blokkirnar standa í kringum stórt opið svæði. Þar eru aðalinngangar í húsin, því þegar húsin voru byggð tíðkaðist að íbúarnir tækju strætó, þar sem fáir áttu bíla. Það var ekki reiknað með að þeir ækju upp að dyrum. „Það er tímanna tákn, að enginn gengur nú um aðalinngangana hér, heldur koma menn að bakinngöngunum þar sem hægt er að aka að og leggja, og allt er yfirfullt af bílum“, segir Óli.

Á inniskónum í fiskbúðina

Áður en þau Iðunn fluttu í Breiðholtið, bjuggu þau í Ásholti í nýju húsi ofarlega á Laugavegi. „Það var svo mikil mengun þar og traffík allan sólarhringinn“, segir Óli. „Þar var líka langt í alla þjónustu miðað við það sem er hér. „Hérna fer maður á inniskónum út í bakarí og í fiskbúðina“, segir hann Þau hafa búið á sama stað í Breiðholtinu í 16 ár og hafa ekki setið auðum höndum. Óli vann við bókaútgáfu, en Iðunn sem er kennari, hætti að vinna fyrir nokkrum árum. Þau hafa ferðast mikið og stundað leikfimi og dans um árabil. En aðstæðurnar breyttust þegar Iðunn veiktist fyrir þremur árum. Hún fékk tvo blóðtappa í heila og síðan heilablóðfall.

Missti málið

Þau voru á ferðalagi á Tenerife þegar Iðunn veiktist og var flutt á sjúkrahús, þar sem læknir frá Kúbu gerði á henni aðgerð. Hún missti máttinn, en náði stórkostlegum bata og þurfti að vera í 3 mánuði á Grensási. Óli hætti bókaútgáfunni og var með henni á hverjum degi í heilt ár og æ síðan. Hann pakkaði hreinlega saman, eins og hann orðar það. Síðustu árin áður en hann „pakkaði saman“ var hann í bókaútgáfu. Hann gaf út bækur um nokkur lönd. „Ég fór til Kína og gaf út bók um Kína. Ég fór líka til Færeyja og gaf út bók um Færeyjar. Sú bók seldist upp á nokkrum vikum og er mest selda bókin í Færeyjum, fyrir utan Biblíuna náttúrulega“ segir Óli, sem einnig gaf út bækur til dæmis um Norðurlöndin, Þýskaland, Kanada og Íran.

Afdrifaríkt dansnámskeið

Iðunn og Óli hittust á dansnámskeiði hjá félagsskapnum Komið og dansið í Templarahöllinni fyrir 24 árum. Þá voru þau um fimmtugt og bæði gift. „Ég var búinn að vera giftur í Vestmannaeyjum og átti 7 börn og Iðunn var gift og átti 3 börn“. Það var alger tilviljum að þau fóru á þetta námskeið. Félagi Óla ætlaði að gera honum grikk og skráði hann á námskeiðið. Hann ætlaði að þverskallast við að fara, en lét sig hafa það. Iðunn hafði bara ætlað að kíkja á þetta. En ástin lætur ekki að sér hæða. Þau skildu bæði og giftust.

Fékk nóg af barnastússi

Óli fæddist og ólst upp í Vestmannaeyjum í sex systkinahópi. Iðunn sem fæddist vestur á fjörðum, ólst upp á Eyrarbakka frá fjögurra ára aldri, en hún er dóttir Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. Faðir Óla lést aðeins 48 ára og þá var Óli 19 ára. Fjögur yngri systkini voru þá á heimilinu, það yngsta 6 ára. Hann eignaðist síðan sjálfur 7 börn með fjórum konum. Börnin mín eru öll afar sjálfstæð og duglegt fólk, „þau hafa aldrei beðið mig um að lána sér peninga og þau hafa heldur aldrei beðið mig um að gæta barnanna sinna, eða „passa“ segir Óli sem hefur fengið nóg af barnastússi um dagana. En hann segir börnin sín, tengdabörnin og barnabörnin dásamleg og það sé frábært að eyða tíma með þeim. Þetta er enginn smáhópur, því Óli og Iðunn eiga samtals 46 börn og barnabörn. Það er því fjölmennt í fjölskylduboðum og Óli og systkini hans halda þar að auki jólaboð fyrir stórfjölskylduna á hverju ári. „Það eru yfir 100 manns þannig að við tökum alltaf félagsheimili á leigu“, segir hann.

 

Allt viðtalið við Óla má lesa hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.