Bræla á makrílmiðunum

26.Júní'15 | 07:26
IMG_4696

Sigurður og Heimaey eru báðir komnir í land. Heimaey er að landa.

Bræla er nú á makrílmiðunum suður af Vestmannaeyjum og eru Eyjaskipin farin í land til löndunar en önnur í var. Fá skip eru enn byrjuð veiðarnar, en þær ganga þó betur en menn þorðu að vona fyrr í vor þegar hvergi varð vart við flækingsmakríl. 

Að sögn stýrimanns á Aðalsteini Jónssyni í morgun, voru skipin að fá 100 til 200 tonn í fimm klukkustunda holi og sagði hann að makríllinn væri vænni nú en í fyrra. Verið er að búa mörg skip til veiðanna sem munu halda út um eða upp úr helginni. Vísir.is greindi frá þessu.

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.