19. júní 2015 kl 19:00:

Steinar skipstjóri siglir sína 3000 ferð

Á milli lands og Eyja

19.Júní'15 | 19:39

Steinar Magnússon skipstjóri er nú að sigla sína 3000 ferð á Herjólfi milli lands og Eyja. Steinar hefur verið skipstjóri Herjólfs frá janúar mánuði 2007 og sigldi þá sína fyrstu ferð milli lands og Eyja en þá var eingöngu siglt til Þorlákshafnar. 

Síðan þá eru ferðinar til Þorlákshafnar orðnar 1368 og ferðinar til Landeyjahafnar 1632. Steinar er óumdeilanlega einn reyndasti skipstjóri Íslands og hefur starfað hjá Eimskip í rúm 52 ár eða frá 17 ára aldri.

Meðfylgjandi mynd af Steinari og eiginkonu hans Margréti Aðalsteindóttur var tekin í glæsilegu 100 ára afmæli Eimskips árið 2014

Samstarfsfólk Steinars hjá Eimskip/Herjólfi óskar honum til hamingju með þenna stóra áfanga.

 

Fréttatilkynning.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.