Auður tekur sæti í bæjarstjórn

- Jóhanna Ýr sat sinn síðasta fund í dag

19.Júní'15 | 15:54
IMG_4839

Auður Ósk var áheyrnarfulltrúi á fundinum í Landlyst í dag.

Á fundi bæjarstjórnar í dag lá fyrir erindi frá Jóhönnu Ýr Jónsdóttur þar sem fram kemur að hún segir upp störfum sínum sem bæjarfulltrúi Eyjalistans frá og með deginum í dag vegna flutnings. Inn í bæjarstjórn kemur Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, en hún skipaði 5 sætið á E-listanum.
 

Einnig var erindi frá Gunnari Guðbjörnssyni þar sem hann tilkynnir að hann hætti sem varamaður í bæjarstjórn fyrir Eyjalistann. Eyjar.net greindi fyrst frá í lok apríl sl. að þessar breytingar væru í farvatninu. Þær eru nú staðfestar.

 

Eftirfarandi breytingar voru gerðar á ráðum og nefndum:

Bæjarstjórn.
Aðalmenn:
E-listi
Í stað Jóhönnu Ýr Jónsdóttur kemur inn Auður Ósk Vilhjálmsdóttir.

Varamenn:
E-listi:
Georg Eiður Arnarsson
Sonja Andrésdóttir

Skrifari E lista:
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Bæjarráð.
Varamenn:
E-listi:
Í stað Jóhönnu Ýr Jónsdóttur kemur Auður Ósk Vihjálmsdóttir

Fjölskyldu- og tómstundaráð.
Varamenn:
E-listi:
Í stað Sonju Andrésdóttur kemur Drífa Þöll Arnarsdóttir

Framkvæmda- og hafnarráð.
Aðalmenn:
E-lista:
Í stað Stefáns Óskars Jónassonar kemur Georg Eiður Arnarsson

Varmenn:
E-lista:
Í stað Georgs Eiðs Arnarssonar kemur Guðjón Örn Sigtryggsson.

Umhverfis-og skipulagsráð.
Aðalmenn:
D-listi:
Í stað Harðar Óskarsson kemur Ingólfur Jóhannesson
E-listi:
Í stað Jóhönnu Ýr Jónsdóttur kemur Stefán Óskar Jónasson.

Varamenn:
D-lista:
Í stað Ingólfs Jóhannessonar kemur Thelma Hrund Kristjánsdóttir.

Fræðsluráð.
Aðalmenn:
E-lista:
Í stað Gunnars Þórs Guðjónssonar kemur Sonja Andrésdóttir.

Aðalfundur sunnlenskra sveitarfélaga.
Fulltrúar E-lista:
Í stað Jóhönnu Ýr Jónsdóttur kemur Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Varamenn:
E-lista:
Í stað Gunnars Þórs Gubjörnssonar kemur Georg Eiður Arnarsson.

Samband íslenskra sveitarfélaga.
Varamenn:
E-lista:
Í stað Jóhönnu Ýr Jónsdóttur kemur Auður Ósk Viljálmsdóttir

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%