Ferðamálasamtök Vestmannaeyja:

Vilja að Þekkingarsetrið vinni að uppbyggingu ferðaþjónustu

18.Júní'15 | 10:25
ribsafari

Ferðamenn í skoðunarferð hjá Ribsafari

Á síðasta fundi Bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja þar sem fram kemur að stjórn samtakanna leggi til að Þekkingarsetur Vestmannaeyja geri samkomulag við Vestmannaeyjabæ með það að markmiði að vinna að uppbyggingu ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum.

Samningur við Vestmannaeyjabæ um eflingu ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum.

Á seinustu árum hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja verið að útvíkka áherslur sínar til að þjónusta betur atvinnulífið í Vestmannaeyjum og bregðast við þeim breytingum sem á því hafa orðið. Þar ber hæst stórfelld efling á ferðaþjónustu í kjölfar tilkomu Landeyjahafnar. Í dag rekur Þekkingarsetur Vestmannaeyja til að mynda bæði Sagnheima og Sæheima auk þess sem veitt er fjölþætt þjónusta við samtök ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum. Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi ferðamálasamtaka Vestmanneyja og felur bæjarstjóra að undirbúa samkomulag í þeim anda, segir í bókun bæjarráðs um málið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is