Enn hlýtur Gagarín verðlaun fyrir Eldheima

18.Júní'15 | 15:35

Nýverið hlaut Gagarín heiðursverðlaun á vegum SEGD í Chicago fyrir gagnvirk sýningaratriði í sýningunni Eldheimar í Vestmannaeyjum sem fjallar um eldgosið í Heimaey árið 1973. Áður hafði Félag íslenskra teiknara veitt Gagarín viðurkenningu fyrir Eldheima.

Þar segir að SEGD (The Society for Experential Graphic Design) samanstandi af 1.700 félagsmönnum frá um tuttugu löndum og séu þverfagleg alþjóðasamtök sýningahönnuða, arkitekta, grafískra hönnuða, markaðsfólks og kennara. Alls tóku 336 aðilar þátt í samkeppninni í ár og hlutu þar af sex heiðursverðlaun.

Eldheimasýningin er staðsett í nýju húsnæði í hlíðum Eldfells í Vestmannaeyjum. Markmið sýningarinnar er að fræða gesti með því að gera þá virka þátttakendur í sýningunni. Sýningargestirnir gerast könnuðir sem búa til sína eigin frásagnarleið í gegnum sýninguna með því að "grafa upp" upplýsingar, finna „týnda“ muni og afhjúpa gamlar minningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sýningarhönnuður sýningarinnar var Axel Hallkell Jóhannesson.

 

 

 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.