Þreföld undirskrift knattspyrnudeildar ÍBV

16.Júní'15 | 12:30
n1-ungir-1562015

Ljósmynd / ibvsport.is

Í gær, mánudag, skrifaði knattspyrnuráð karla ÍBV íþróttafélags undir samstarfssamning við N1 og á sama tíma skrifuðu tveir ungir knattspyrnumenn undir samning við félagið. Samstarfssamningur ÍBV og N1 er til loka árs 2017 og kemur N1 sem einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og einn öflugasti bakhjarl liðsins. 

Undirritun samningsins fór fram í útibúi N1 í Vestmannaeyjum og skrifaði Óskar Örn Ólafsson formaður ráðsins undir fyrir hönd ÍBV og Eyjamaðurinn Hinrik Örn Bjarnason fyrir hönd N1. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.

Veruleg ánægja er innan ÍBV með að fá jafn öflugan bakhjarl og N1 sem einn af aðalstyrktaraðilum félagsins.  Það er gaman að geta þess að forveri N1, Esso, var aðalstyrktaraðili knattspyrnuliðs ÍBV hér á árum áður eða yfir 15 ára tímabil frá því fyrir 1990 og fram yfir aldamótin.  Á því tímabili var mesta velgengnistímabil knattspyrnunnar hér í Eyjum og standa vonir beggja aðila til að endurvekja þann tíma að nýju hér í Eyjum.

Á sama tíma gerði knattspyrnuráð ÍBV samning við tvo unga leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfi ÍBV. Devon Már Griffin, 18 ára, framlengdi samningi sínum við félagið og Felix Örn Friðriksson, 16 ára, sem skrifaði undir sinn fyrsta leikmannasamning. Báðir samningarnir eru til loka árs 2017.

Þrátt fyrir ungan aldur hafa báðir leikmennirnir spilað sinn fyrsta leik í meistaraflokki en einnig hafa þeir verið valdir í U17 ára landslið Íslands. Einnig ber þess að nefna að Felix var boðið til hollenska liðsins AZ Alkmar síðastliðið vor til æfinga ásamt því að skoða aðstæður hjá liðinu. Devon hefur þegar átt leiki í aðalliði ÍBV á þessu keppnistímabili. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.