Bæjarráð:

Stofna stýrihóp til eflingar flugsamgangna

milli lands og Eyja - Páll Marvin og Stefán Óskar verða fulltrúar bæjarráðs

16.Júní'15 | 14:35

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að stofna stýrihóp til eflingar flugsamgangna við Vestmannaeyjar. Hópurinn skal sérstaklega horfa til eflingar flugs yfir vetrartímann með hagsmuni bæði heimamanna og ferðaþjónustu að leiðarljósi.

Bókun bæjarráðs um málið:

Stofnun stýrihóps til eflingar flugsamgangna milli lands og Eyja.

Á seinasta áratug hafa samgöngur við Vestmannaeyjar tekið miklum framförum. Tilkoma Landeyjahafnar hefur gjörbylt samgöngum á sjó þrátt fyrir að erfiðleikar tengdar siglingum þangað hafi sett stórt strik í þann framtíðarreikning. Bæjarráð hefur ítrekað lagt fram þá einörðu kröfu að áfram verði haldið að þróa þá siglingaleið og einskis látið ófreistað til að tryggja öruggar samgöngur allt árið um Landeyjahöfn. Á fundi ríkisstjórnar 26. maí sl. samþykkti ríkisstjórn að fara í útboð á nýrri Vestmannaeyjaferju og hefur Innanríkisráðuneytið þegar falið Vegagerðinni að annast útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Bæjarráð Vestmannaeyja bindur miklar vonir við að tilkoma hinnar nýju ferju verði eitt af nauðsynlegum forsendum þess að höfnin nýtist eins og vonir hafa til staðið. Eftir sem áður telur bæjarráð að meira þurfi til að koma til að fullnægjandi árangur náist og ber í því samhengi að nefna breyttar aðferðir við dýpkun, breytingar á hafnaraðstöðu og fl. Bæjarráð veit sem er að rétt eins og aðrar hafnir þarf Landeyjahöfn stöðugt að vera í þróun. Smíði skips og breytingar á höfninni taka hinsvegar langan tíma og fyrirsjáanlegt að a.m.k. næstu tvo vetur mun núverandi Herjólfur þurfa að halda uppi samgöngum á sjó. Árangur þeirra siglinga verður án vafa í samræmi við það sem verið hefur seinustu vetur og því mikilvægt að leitað verði leiða til að tryggja að þann tíma sem erfiðleikar eru með siglingar í Landeyjahöfn verði aðrir þættir í samgönum efldir til muna. Slíkt er ekki hvað síst mikilvægt í ljósi þess að opinberir- og einkaaðilar hafa fjárfest fyrir þúsundir milljóna í ferðaþjónustu út á væntingar tengdar Landeyjahöfn.

Með ofangreint í huga samþykkir bæjarráð að stofna stýrihóp til eflingar flugsamgangna við Vestmannaeyjar. Hópurinn skal sérstaklega horfa til eflingar flugs yfir vetrartímann með hagsmuni bæði heimamanna og ferðaþjónustu að leiðarljósi. Hópurinn skal vera skipaður 5 aðilum. Fulltrúar bæjarráðs verða Páll Marvin Jónsson og Stefán Óskar Jónasson, auk þess verður óskað eftir tilskipun frá Innanríkisráðuneyti, Atvinnuvegaráðuneyti og Isvavia. Hópnum er gert að skila tillögum til bæjarráðs eigi síðar en 10. ágúst. nk.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%