Forstjóri 365:

Segir bæjarstjórann hafa kennt sér að spranga

- Sendur með sjúkraflugi á Landspítalann - ekkert athugavert við kennslu Elliða

16.Júní'15 | 13:10

Mynd úr safni.

„Mér tókst að brjóta í mér tvö bein í Vestmannaeyjum og reyndar tvo fingur á vinstri. Braut svo sköflunginn, margbraut hann,“ sagði Sævar Björn Þráinsson forstjóri 365, þegar hringt var í hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni nú í morgun en tilefni símtalsins var 44 ára afmæli Sævars.

Ég var búinn að lofa dætrunum eftir stelpnamótið sem þær voru að taka þátt í að ég myndi fara með þær að spranga. Frá þessu er greint á Pressunni.

Sævar segir Elliða Vignisson bæjarstjóra hafa kennt sér að spranga í september og ætlunin hafi verið að „aldeilis sýna þeim hvernig á að gera þetta“ sem endaði með fyrrgreindum afleiðingum. Tekur hann fram að ekkert sé athugavert við kennslu Elliða, veðrið hafi verið gott og hann hafi einungis misst stjórn á aðstæðum. Sævar féll u.þ.b. tvo metra er hann reyndi að færa sig niður reipið og brotnuðu fingurnir við að reyna að ná taki á reipinu.  

Ja, til að lýsa þessu þá var ég nú búinn að fara nokkrar ferðir ansi flott sko og svo þegar ég ætlaði að koma mér að klettinum þegar ég er búinn að þá næ ég ekki að koma mér að honum og hafði ekki vit á að spyrna mér þá enn kröftugar frá klettinum. Fyrir vikið er ég í rauninni þarna í lausu lofti og reipið nokkuð kyrrt þá var eina leiðin það var að hífa mig rólega niður reipið og ég var kominn dágóðan spöl niður þegar að... já ekki söguna meir, sagði Sævar og hló.

Hann hafi ekki rotast og hafi því strax áttað sig á að hann var brotinn. Farið var með hann samstundis á spítalann í Vestmannaeyjum og svo með sjúkraflugi á Landsspítalann. Hrósar hann geislafræðingum og „öllum þeim sem við þurfum á að halda þegar svona aðstæður ber að“. Sævar má ekki stíga í vinstri fótinn í 6 til 8 vikur en hann segist heppinn að starfa við skrifstofuvinnu „þar sem ég held að hausinn sé í lagi“, fær hann frekari upplýsingar síðar í dag hvenær hann megi fara heim af spítalanum.

Hér má hlusta á innslagið í Bítínu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%