Um 11,5 milljarðar í skip og höfn

Kostnaður við Landeyjahöfn og smíði nýrrar ferju slagar hátt upp í kostnaðinn við gerð Hvalfjarðarganga

15.Júní'15 | 08:27

Kostnaður við Landeyjahöfn var um síðustu áramót kominn í ríflega 5,5 milljarða króna. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Áss Grétarssonar, framkvæmdastjóra siglingasviðs hjá Vegagerðinni, við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Frá árinu 2005 til ársloka 2014 nam framkvæmdakostnaðurinn tæpum 4,3 milljörðum. Frá 2011 til ársloka 2014 nam kostnaður vegna viðhaldsdýpkunar tæpum 1,3 milljarði. Inni í þeirri tölu er reyndar rannsóknarkostnaður upp á 105 milljónir. Allar tölur eru uppreiknaðar á verðlag þessa árs miðað við byggingarvísitölu.

Í svari Sigurðar Áss kemur fram að árið 2007 hafi heildarkostnaður við gerð ferjuhafnarinnar verið áætlaður um 3,5 milljarðar króna, sem er um 5,9 milljarðar á verðlagi þessa árs, uppreiknað miðað við byggingarvísitölu. Með viðhaldsdýpkunum hafi áætlaður heildarkostnaður verið um 6,5 milljarðar "þannig við kostnaður er enn vel undir því sem lagt var af stað með."

Samkvæmt samgönguáætlun áranna 2015 til 2018 er gert ráð fyrir 1,3 milljarði til framkvæmda við Landeyjahöfn. Þeir fjármunir eiga að fara í rannsóknir og framkvæmdir, sem eiga að draga úr sandburði til frambúðar en einnig til árlegrar dýpkunar og uppgræðslu við hafnarsvæðið. Ef enginn viðbótarkostnaður fellur til vegna hafnarinnar verður heildarkostnaðurinn því kominn í ríflega 6,8 milljarða eftir þrjú ár.

Hönnun nýrrar Vestmannaeyjarferju er lokið og er verkið tilbúið í útboð. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni nam hönnunarkostnaðurinn 130 milljónum króna en áætlaður kostnaður við smíði ferjunnar er um 4,5 milljarðar.

Ef ný ferja verður tilbúin árið 2018, sem er ekki ólíklegt, og kostnaðaráætlanir standa þá verður samanlagður kostnaður við smíði ferjunnar og hafnargerðarinnar kominn í tæpa 11,5 milljarða króna. Til að setja þá tölu í eitthvað samhengi þá nam heildarkostnaður við gerð Hvalfjarðarganga ríflega 4,6 milljörðum króna árið 1996. Uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar er heildarkostnaðurinn 13,7 milljarðar.

 

Vb.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.