Framtíðarsýn Slökkviliðs Vestmannaeyja

15.Júní'15 | 06:45

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs voru tvö erindi tengd Slökkviliði Vestmannaeyja. Annars vegar lá fyrir brunavarnaáætlun Vestmannaeyjabæjar 2015-2020 og hins vegar lá fyrir bréf frá Brunavarðafélagi Vestmannaeyja með ósk um fund vegna framtíðarsýnar Slökkviliðs Vestmannaeyja.

Bókanirnar hljóðuðu svo:

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Vestmannaeyja
Fyrir lá Brunavarnaáætlun Vestmannaeyjabæjar 2015-2020. Ragnar Þór Baldvinsson og Friðrik Páll Arnfinnsson fóru kynntu efni áætlunarinnar og fóru yfir helstu atriði.
Ráðið þakkar Ragnari og Friðrik fyrir kynninguna og samþykkir Brunavarnaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
Ósk um fund vegna framtíðarsýnar Slökkviliðs Vestmannaeyja
Fyrir lá bréf frá Brunavarðafélagi Vestmannaeyja dags. 2015 þar sem farið er fram á viðræður við yfirvöld vegna framtíðarsýnar Slökkviliðs Vestmannaeyja gagnvart aðstöðu og tækjum ásamt umræðu um tryggingar slökkviliðsmanna við störf.
Ráðið samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að koma á fundi fulltrúum ráðsins og fulltrúum Brunavarðafélags Vestmannaeyja.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.