Íslenskt skemmtiferðaskip í Eyjum

14.Júní'15 | 10:54
IMG_4684

Skipst var á gjöfum við komuna til Eyja

Fyrsta íslenska skemmtiferðaskipið í áratugi, Ocean Diamond, kom til hafnar hér í Eyjum s.l fimmtudag. Skipið er í jómfrúarferð sinni hringinn í kringum landið. Alls er stefnt á að sigla sjö hringi í sumar. Það á því eftir að verða reglulegur gestur hér í Eyjum í allt sumar.

Um borð í skipinu núna eru um 130 farþegar og um hundrað manna áhöfn. Alls er pláss fyrir 200 farþega um borð í skipinu.

Skipið kemur við í Stykkishólmi, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Flatey á Skjálfanda, Seyðisfirði, Höfn og hér í Vestmannaeyjum. Höfuðborgin mun verða heimahöfn skipsins næstu sex sumur.

Áhöfnin er erlend og það eru ferðamennirnir líka, en leiðsögumenn og skemmtikraftar um borð eru íslenskir.  Siglingin tekur tíu daga og á meðan siglingu stendur er að sjálfsögðu hægt að sóla sig uppi á dekki, í íslensku sumargjólunni. Boðið er upp á íslenskan mat um borð.

Það er Iceland ProCruises, dótturfélag Island Protravel, sem rekur Ocean Diamond. Við komuna á fimmtudaginn var embættismönnum frá Vestmannaeyjabæ boðið að skoða skipið auk þess sem stutt móttaka var um borð í skipinu.

Ljósmyndari Eyjar.net fór um borð og smellti nokkrum myndum sem fylgja hér með.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.