Íslenskt skemmtiferðaskip í Eyjum

14.Júní'15 | 10:54
IMG_4684

Skipst var á gjöfum við komuna til Eyja

Fyrsta íslenska skemmtiferðaskipið í áratugi, Ocean Diamond, kom til hafnar hér í Eyjum s.l fimmtudag. Skipið er í jómfrúarferð sinni hringinn í kringum landið. Alls er stefnt á að sigla sjö hringi í sumar. Það á því eftir að verða reglulegur gestur hér í Eyjum í allt sumar.

Um borð í skipinu núna eru um 130 farþegar og um hundrað manna áhöfn. Alls er pláss fyrir 200 farþega um borð í skipinu.

Skipið kemur við í Stykkishólmi, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Flatey á Skjálfanda, Seyðisfirði, Höfn og hér í Vestmannaeyjum. Höfuðborgin mun verða heimahöfn skipsins næstu sex sumur.

Áhöfnin er erlend og það eru ferðamennirnir líka, en leiðsögumenn og skemmtikraftar um borð eru íslenskir.  Siglingin tekur tíu daga og á meðan siglingu stendur er að sjálfsögðu hægt að sóla sig uppi á dekki, í íslensku sumargjólunni. Boðið er upp á íslenskan mat um borð.

Það er Iceland ProCruises, dótturfélag Island Protravel, sem rekur Ocean Diamond. Við komuna á fimmtudaginn var embættismönnum frá Vestmannaeyjabæ boðið að skoða skipið auk þess sem stutt móttaka var um borð í skipinu.

Ljósmyndari Eyjar.net fór um borð og smellti nokkrum myndum sem fylgja hér með.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.