Nýju skip VSV fá nöfn:

Ingunn verður Ísleifur

Faxi verður Kap - aftur

12.Júní'15 | 05:50
ingunn_grandi

Ingunn AK 150 fær nafnið Ísleifur VE

Ingunn AK 150 sem HB Grandi hefur selt til Vinnslustöðvarinnar mun fá nafnið Ísleifur VE þegar hún flyst til Eyja. Ingunn verður afhent nýjum eigendum á næstunni. Vinnslustöðin keypti einnig Faxa RE af HB Granda en það skip verður afhent síðar á þessu ári.

Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í samtali við Eyjar.net.

Nafnið Ísleifur VE hefur verið notað á báta í Vestmannaeyjum í nærfellt heila öld. Fyrsti Ísleifur VE kom hingað árið 1916. Það skip sem í dag heitir Ísleifur VE er frá árinu 1976. Því skipi verður nú lagt - en það var notað síðast á loðnuvertíðinni í vetur. 

Faxi Re var áður í eigu Vinnslustöðvarinnar og hét einmitt þá Kap VE. Búið er að breyta bátnum mikið frá því hann var gerður út frá Eyjum. Faxi er ári eldri en Kap en hann mikið endurnýjaður, með nýja vél frá árinu 2000, nýtt kælikerfi og spil og annar búnaður endurnýjaður.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.