Knattspyrnubúðir með Jonathan Glenn

Þátttökugjald er 7.000 kr. ef greitt er fyrir 15. júní. Eftir það hækkar verð í 9.500 kr.

11.Júní'15 | 11:01

Knattspyrnubúðir JRG Athlete Development og ÍBV gefa ungum knattspyrnu unnendum á öllum aldri, óháð getu og færni, tækifæri á að vera hluti af einstakri námsupplifun. Búðirnar bjóða nemendum upp á tækifæri til þess að læra og öðlast færni í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar í krefjandi og skemmtilegu umhverfi.

Búðirnar eru í umsjá Jonathan Glenn og munu aðrir leikmenn ÍBV vera honum til aðstoðar. Jonathan hefur lengi unnið að þjálfun barna, en hann stýrði meðal annars knattspyrnuskóla í Flórída í Bandaríkjunum og er hann spenntur fyrir að miðla sinni þekkingu, reynslu og ástríðu fyrir leiknum til ungra íþróttamanna í Vestmannaeyjum.

 

"Jonathan is really good at interacting with the kids on their level and makes everything fun and exciting while being in command of his players."

- Robbie Nettles (Parent)

 

Meira um knattspyrnuskóla Jonathan má finna á Facebook síðu JRG Athlete Development.

Fyrir nánari upplýsingar um búðirnar og skráningu hafið samband við jadsoccer@outlook.com / 868-4520. Ýtið hér fyrir skráningu.

 

Búðir 1: 13-18 ára / 29. júní - 3. júlí / 20:00  - 22:00

Búðir 2: 6-12 ára / 20. júlí 20 - 24. júlí / 14:30  -  16:30

Einstaklingsverð: 7.ooo kr. fyrir 15. júní / 9.500 kr. eftir 15. júní

Systkinaafsláttur: 2+: 5.000 kr. fyrir 15. júní / 7.500 kr. eftir 15. júní


Styrktaraðili: Prentsmiðjan Eyrún

Hér má heimsækja Facebook síðu knattspyrnubúðanna.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.